Elín Hall geislaði í Chanel

Elín Hall geislaði á rauða dreglinum.
Elín Hall geislaði á rauða dreglinum. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska leikkonan Elín Hall var stórglæsileg á rauða dreglinum á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín (Berlinale) á mánudag. 

Um miðjan desember var greint frá því að Elín hefði verið valin í Shooting Stars-hópinn, en á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu efnilega leikara og leikkonur úr hópi aðildarsamtakanna, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi.

Hópurinn var kynntur við hátíðlega athöfn á mánudagskvöldið. Þýska leikkonan Thelma Buabeng kynnti leikarana fyrir gestum hátíðarinnar.

Meðal annarra í Shooting Stars-hópnum eru þau Marina Makris frá Kýpur, Besir Zeciri frá Danmörku, Maarja Johanna Mägi frá Eistlandi og Devrim Lingnau frá Þýskalandi.

Shooting Stars-hópurinn.
Shooting Stars-hópurinn. AFP

Elín vakti mikla athygli í glæsilegum, hvítum kjól frá franska tískuhúsinu Chanel. Leikkonan var einnig í skóm og með tösku og skartgripi frá tískuhúsinu.

Elín hef­ur vakið mikla at­hygli á síðustu miss­er­um, nú síðast í þáttaröðinni Vigdísi og kvik­mynd­inni Ljós­broti, í leik­stjórn Rún­ars Rún­ars­son­ar, sem var opn­un­ar­mynd Un Certain Regard á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es 2024. Elín klæddist einnig glæsilegri hönnun frá Chanel í Cannes. 

Elín Hall með Shooting Stars-verðlaunagripinn.
Elín Hall með Shooting Stars-verðlaunagripinn. AFP
Elín Hall var glæsileg á sviðinu.
Elín Hall var glæsileg á sviðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda