Óæskilegur hárvöxtur, hvað skal gera?

Margar konur glíma við þetta vandamál.
Margar konur glíma við þetta vandamál. Samsett mynd

Jenna Huld Eysteinsdóttir húð- og kynsjúkdómalæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem glímir við óæskilegan hárvöxt á höku.

Sæl Jenna Huld.

Ég er með hárvöxt á hökunni sem plagar mig mikið. Hárin eru flest ljós og er því ekki hægt að fjarlægja þau með laser. Ég plokka mig mikið, að minnsta kosti einu sinni á dag, og finnst mjög leiðinlegt að sjá hökuna alltaf úti í sárum og með grófa áferð. Hvað er besta að gera?

Sæl og blessuð!

Það er hvim­leitt að vera með ljós hár á hök­unni þar sem það er ein­mitt ekki hægt að fjar­lægja þau með há­reyðing­ar­laser. Það er samt ým­is­legt annað hægt að gera. Í svona til­fell­um þar sem um ræðir bæði ljós hár og grófa áferð á húðinni not­um við húðlækn­ar oft lyfs­seðils­skylt lyf sem er í krem­formi og heit­ir Van­iqua.

Lyfið inni­held­ur virka inni­halds­efnið eflornitín en það dreg­ur úr hár­vexti með því að hafa áhrif á til­tekið ensím (pró­tín í lík­am­an­um sem tek­ur þátt í hár­mynd­un). Það þarf að nota það dag­lega því um leið og notk­un hætt­ir byrja hár­in aft­ur að vaxa. Ann­ar val­kost­ur er að gera reglu­lega rakst­ur á húðinni með beitt­um hníf sem er hægt að kaupa sér­stak­lega á t.d. Amazon og kall­ast á ensku „dermaplan­ing“.

Það að hár­vöxt­ur verði meiri við rakst­ur og það komi gróf­ari húð á eft­ir á er mýta og því al­gjör­lega óhætt að raka var­lega þessu fínu hár reglu­lega. Ekki skemm­ir fyr­ir að þú ert á sama tíma að fjar­lægja dauðar húðfrum­ur af húðinni og þá í raun­inni að fram­kvæma þína eig­in húðslíp­un heima fyr­ir. Að fjar­lægja dauðar húðfrum­ur af yf­ir­borði húðar­inn­ar greiðir bæði leiðina fyr­ir húðvör­urn­ar þínar inn í húðina og bæt­ir einnig út­lit húðar­inn­ar. Slærð tvær flug­ur í einu höggi. Mik­il­vægt er að nota hnífs­blaðið í 45 gráðum og fara var­lega til að erta ekki húðina of mikið og nota góð krem eft­ir á til að mýkja upp húðina og bæta varn­ar­lag húðar­inn­ar.

Vona að þetta hjálpi og gangi þér vel,

Jenna Huld Eysteinsdóttir,
Húð- og kynsjúkdómalæknir, MD, PhD
Húðlæknastöðin

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda