Þessi skyrta verður staðalbúnaður í sumar

Leikarinn Walter Goggins leikur Rick Hatchett sem ferðast einungis með …
Leikarinn Walter Goggins leikur Rick Hatchett sem ferðast einungis með mynstraðar skyrtur. Skjáskot/IMDB/HBO

Þriðja sería af þáttunum The White Lotus hefur fengið misjafna dóma síðan hún kom út en það er eitt sem ekki verður deilt um: öll fagurfræði er upp á tíu. Tískan, stíliseringin og umhverfið er næg ástæða til að horfa á þættina og njóta.

Einn aðalkarakter þáttanna, Rick Hatchett sem leikinn er af Walton Goggins, hefur slegið í gegn í hlutverkinu. Hatchett heimsækir hótelið með kærustu sinni, Chelsea, sem er leikin af Aimee Lou Wood. Hatchett skortir lífsgleði og eitthvað er á bak við dvöl hans á hótelinu.

Illa saumaðar og oft hræódýrar

Stíllinn hans fer vel við karakterinn en hann er hrár og reittur. Svokallaðar Hawaii-stuttermaskyrtur eru staðalbúnaður í fataskápnum hans, hnepptar aðeins hálfa leið.

Hawaii-skyrtur minna á suðrænar slóðir. Mynstrið er litríkt, stundum um of og pálmatrén í mynstrinu ómissandi. Þær eru með stuttum ermum og oft sniðlausar. Slíkar skyrtur fást á mörkuðum um heim allan, illa saumaðar og hræódýrar. Skyrtan hentar öllum kynjum. Auðvitað er hægt að finna þær hjá dýrari tískuhúsum líka og er eflaust meira lagt í þær. 

Hawaii-skyrtur hafa einnig verið kallaðar aloha-skyrtur en uppruna þeirra má rekja til eyjunnar. Þær eru með kraga, hnepptar, yfirleitt með stuttum ermum og í mynstruðu efni. Stíll þeirra er oft kenndur við afslappaðan lífsstíl sem einkennir eyjuna. 

Skærbleik Hawaii-skyrta gengur á milli starfsmanna á skrifstofu Smartlands. Skyrtan var keypt í Dóminíska lýðveldinu, er skreytt pálmatrjám og uppfyllir þau skilyrði sem nefnd eru hér fyrir ofan. Blaðamaður fékk skyrtuna lánaða til Tenerife fyrr á árinu og hyggst reyna halda henni aðeins lengur. Það verður hins vegar erfitt því það er slegist um hana.

Sannkölluð Hawaii-skyrta frá Polo Ralph Lauren. Hún fæst í Mathildu …
Sannkölluð Hawaii-skyrta frá Polo Ralph Lauren. Hún fæst í Mathildu og kostar 34.990 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda