Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, eða GDRN, er þekkt fyrir skemmtilegan fatastíl. Hún er óhrædd við að stíga út fyrir þægindarammann og klæðist yfirleitt glæsilegum fötum þegar hún kemur fram.
Það var raunin þegar hún kom fram á heiðurstónleikum tileinkuðum Vilhjálmi Vilhjálmssyni sem haldnir voru í Hörpu á dögunum. Hún klæddist stórglæsilegum síðum og glitrandi kjól. Um mittið var hún með perlað belti og með hárið upp sett.
Margir ættu að fagna því að kjóllinn er til leigu á íslensku kjólaleigusíðunni Bag & Tag. Vefverslunin býður upp á margar tegundir af kjólum sem má leigja við hin ýmsu tilefni. Þetta er sniðug lausn fyrir þá sem vilja helst ekki versla fokdýran kjól við eitt tilefni heldur leigja hann fyrir góða kvöldstund. Framboð af alls konar kjóla- og fataleigum hefur aukist undanfarin ár og notið mikilla vinsælda.
Kjóllinn er gylltur að lit, úr 95% nælon og 5% teygju. Kjóllinn er þakinn glitrandi steinum úr gleri. Hann er aðsniðinn og er önnur öxlin ber sem gefur sniðinu meiri glæsileika.