Skyrta Kristrúnar fæst hér á landi

Kristrún sló í gegn í skyrtunni.
Kristrún sló í gegn í skyrtunni. mbl.is/Eggert/Samsett mynd

Landsfundur Samfylkingarinnar fór fram um helgina þar sem Kristrún Frostadóttir var endurkjörin formaður flokksins. 

Skyrtan sem hún klæddist um helgina vakti athygli fyrir það að henta vel fyrir þennan árstíma. Skyrtan er kremuð að lit með skemmtilegum smáatriðum eins og fíngerðu hvítu kögri. Kristrún hneppti skyrtunni alveg upp að hálsi eins og hún er vön.

Fyrir þá sem heilluðust af skyrtu Kristrúnar ættu að fagna því að skyrtan fæst hér á landi. Hún er frá einu uppáhaldsmerki íslenskra kvenna, danska tískumerkinu Day Birger Et Mikkelsen. 

100% viskós er í skyrtunni. Viskós þykir anda vel, það er mjúkt og létt efni og verður oft fyrir valinu þegar hlýna fer í veðri. Það þarf hins vegar oftast að fara með viskós-flíkur í þurrhreinsun þar sem þær eiga til með að minnka verulega í þvotti. 

Sniðið er stutt en það þýðir að flíkin nær rétt fyrir neðan mittið. Ermarnar eru langar með stórum silfurlituðum hnöppum sem setja skemmtilegan karakter á flíkina. 

Skyrtan fæst í Evu og Kultur og kostar 32.995 kr. Eins skyrta fæst í svörtum lit en þá eru smáatriðin eins og kögrið ekki jafn áberandi.

Kristrún er vön að hneppa skyrtum alveg upp að hálsi.
Kristrún er vön að hneppa skyrtum alveg upp að hálsi. mbl.is/Eggert
Skyrtan fæst í þessum ljósa lit eða alveg svörtum.
Skyrtan fæst í þessum ljósa lit eða alveg svörtum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda