Fötin sem brúðguminn getur gift sig í

Föt brúðgumans skipta máli.
Föt brúðgumans skipta máli. Samsett mynd

Þegar brúðguminn velur sér föt fyrir stóra daginn eru nokkur atriði sem verður að hafa í huga. Sérsaumur er algengasta og besta leiðin til að fá sem mest út úr útlitinu, enda eru fötin sniðin að hverjum og einum. Það tekur yfirleitt nokkrar vikur að fá afhent úr sérsaumi en ferlið hefst með mátun og ráðgjöf við val á sniðum og efni.

Í þeim verslunum sem bjóða upp á sérsaum eru sérfræðingar í þessum málum sem hjálpa þér og þú áttar þig á því hvað þetta skiptir miklu máli. Í sérsniðnum fötum er einnig passað upp á að axlasaumur sé á réttum stað og ermalengd og buxnasídd fullkomin.

Við val á efni, lit og sniði færðu einnig ráðgjöf við þá aukahluti sem þarf eins og skyrtu, bindi, ermahnappa, sokka og skó.

Það er mikilvægt að brúðhjónin séu í takt hvort við annað og í takt við þema brúðkaupsins. Þetta þarf að ákveða með fyrirvara og sérstaklega ef um sveita- eða óhefðbundið brúðkaup er að ræða.

Hefðbundinn smóking er alltaf stórglæsilegt og klassískt val, með hvítri skyrtu, ermahnöppum og lakkskóm. Það eru langalgengustu brúðkaupsfötin og ekki að undra. Þessi föt eru yfirleitt svört en stundum dökkblá. Slaufan er svört við smóking með örlítilli glansandi satínáferð. Ef brúðkaupið er afslappað er einnig mikið úrval af fallegum ljósum jakkafötum sem henta vel fyrir sumarbrúðkaup til dæmis.

Veldu svarta skó. Tími brúnu skónna við fínu tilefnin er liðinn og heildarútlitið verður flottara með réttu skónum. Þó að jakkafötin séu blá eða ljós ættu skórnir samt að vera svartir og skyrtan hvít.

Mundu einnig eftir að skilja Garmin-úrið eftir heima, það er engin þörf á því um úlnliðinn á þessari stundu.

Síðast en ekki síst er mikilvægt að muna að fjarlægja alla þá sauma sem fylgja nýjum jakkafötum. Þetta ættu allir að vita en gleymist allt of oft. Ef lítill tískuáhugi og -þekking er fyrir hendi er besta ákvörðunin ávallt sú að fá hjálp hjá fagfólki í þessum efnum.

Smókingföt frá Matinique sem fást í Kultur. Jakkinn kostar 39.995 …
Smókingföt frá Matinique sem fást í Kultur. Jakkinn kostar 39.995 kr. og buxurnar 22.995 kr.
Ljós jakkaföt frá Tiger of Sweden sem fást í Kultur, …
Ljós jakkaföt frá Tiger of Sweden sem fást í Kultur, jakkinn kostar 59.995 kr. og buxurnar 29.995 kr.
Það er mikilvægt að hafa lifandi blóm á stóra deginum.
Það er mikilvægt að hafa lifandi blóm á stóra deginum.
Svört jakkaföt frá BOSS, fást í Herragarðinum og kosta 129.980 …
Svört jakkaföt frá BOSS, fást í Herragarðinum og kosta 129.980 kr.
Jakkafatajakki úr 100% hör frá Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar sem …
Jakkafatajakki úr 100% hör frá Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar sem kostar 69.900 kr.
Stakur smókingjakki frá Boss, fæst í Herragarðinum og kostar 79.980 …
Stakur smókingjakki frá Boss, fæst í Herragarðinum og kostar 79.980 kr.
Smókingskyrta frá Matinique, fæst í Kultur og kostar 16.995 kr.
Smókingskyrta frá Matinique, fæst í Kultur og kostar 16.995 kr.
Dökkblá jakkaföt frá Suitup Reykjavík sem kosta 149.995 kr.
Dökkblá jakkaföt frá Suitup Reykjavík sem kosta 149.995 kr.
Lakkskór frá Lloyd, fást í Herragarðinum og kotsa 34.980 kr.
Lakkskór frá Lloyd, fást í Herragarðinum og kotsa 34.980 kr.
Stakur smókingjakki frá Boss, fæst í Herragarðinum og kostar 79.980 …
Stakur smókingjakki frá Boss, fæst í Herragarðinum og kostar 79.980 kr.
Hvít bómullarskyrta frá Thomsen Reykjavík sem kostar 22.900 kr.
Hvít bómullarskyrta frá Thomsen Reykjavík sem kostar 22.900 kr.
Hvít skyrta frá BOSS, fæst í Herragarðinum og kostar 22.980 …
Hvít skyrta frá BOSS, fæst í Herragarðinum og kostar 22.980 kr.
Svartir sokkar frá London Sock Company, fást í Herrafataverslun Kormáks …
Svartir sokkar frá London Sock Company, fást í Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar og kosta 3.400 kr.
Svartir Oxford-skór, fást í Kölska og kosta 54.990 kr.
Svartir Oxford-skór, fást í Kölska og kosta 54.990 kr.
Svört silkislaufa frá Stenströms, fæst í Herragarðinum og kostar 12.980 …
Svört silkislaufa frá Stenströms, fæst í Herragarðinum og kostar 12.980 kr.
Svartir skór sem fást í Suitup Reykjavík og kosta 49.995 …
Svartir skór sem fást í Suitup Reykjavík og kosta 49.995 kr.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda