Prinsessan stígur varla feilspor í klæðnaði

Ólífugræni liturinn fer Katrínu vel.
Ólífugræni liturinn fer Katrínu vel. Samsett mynd

Katrín prinsessa af Wales mætti í stílhreinni ólífugrænni dragt þegar hún veitti hönnunarverðlaun Elísabetar drottningar í Lundúnum á dögunum. Katrín hefur varla stigið feilspor þegar kemur að klæðaburði síðustu vikur.

Dragtin er frá breska fatahönnuðinum Victoriu Beckham. Jakkinn er aðsniðinn og nær rétt fyrir neðan mjaðmir og buxurnar eru þröngar að ofan en útvíðar að neðan. Undir dragtina klæddist hún hvítri silkiskyrtu. 

Fal­leg dragt er fjár­fest­ing en það þarf að hafa það í huga að þú munt nota fal­lega dragt mjög mikið og við fjölda tilefna. Veldu þér dragt í klass­ísk­um jarðar­lit­um og hún fer aldrei úr tísku.

Buxurnar eru sniðnar upp á tíu.
Buxurnar eru sniðnar upp á tíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda