Ný æfingalína ríka fólksins

Eru þetta hlutirnir sem vantar til að fullkomna heimaæfinguna?
Eru þetta hlutirnir sem vantar til að fullkomna heimaæfinguna?

Margir telja að ný föt eða búnaður fyrir ræktina komi fólki í gang af alvöru. Ef það er langt um liðið frá síðustu æfingu þá er elsta trixið í bókinni að fjárfesta í nýjum bol eða stuttbuxum og þá er allt í einu gaman að mæta aftur. 

Þetta veit franska hátískuhúsið Celine sem hefur nú sett í sölu þær fallegustu æfingavörur sem völ er á. Í línunni má meðal annars finna jógadýnu, ketilbjöllu, lóð, sippuband og vatnsbrúsa úr stáli í leðurhulstri. Þeir sem aðhyllast fagurfræði í öllum kimum lífsins ættu að vera ánægðir núna en eina vandamálið er verðmiðinn. Þessar vörur kosta meira en gengur og gerist á þessum markaði. 

Línan er viðbót við lífsstílsheiminn sem merkið er að skapa sér. Þó að merkið sé hvað þekktast fyrir hátískuna, skóna og töskurnar þá er hægt að fjárfesta í hlutum eins og sólstólum, hjólabrettum, skíðum, kertum, fylgihlutum fyrir hundinn og snyrtivörum. 

Línan er ætluð til að gera heimaæfinguna meira elegant en þekkist nú til dags. Hlutirnir eru í Celine-brúnu leðri og vel merktir C-lógóinu. Ódýrasta vara línunnar er jógakubburinn, sem fæst fyrir tæpar 25 þúsund krónur. Sú dýrasta er ketilbjallan, 4,5 kg og gerð úr kálfskinni og stáli. Hún kostar tæpar 400 þúsund krónur. 

Það verður fróðlegt að vita hvernig þessi lína selst og hverjir neytendurnir eru. Stóra spurningin er þó sú hvort það megi svitna á fínt ítalskt kálfskinn!

Jógakubburinn kostar 25 þúsund krónur og er vel merktur.
Jógakubburinn kostar 25 þúsund krónur og er vel merktur.
Jógadýnan ætti að endast þér ævina en hún kostar rúmar …
Jógadýnan ætti að endast þér ævina en hún kostar rúmar 130 þúsund krónur.
Þung armbönd úr kálfaskinni sem kosta 97 þúsund krónur.
Þung armbönd úr kálfaskinni sem kosta 97 þúsund krónur.
2.5 kg lóð úr stáli og kálfaskinni sem kosta 323 …
2.5 kg lóð úr stáli og kálfaskinni sem kosta 323 þúsund krónur.
Önnur litaútgáfa af lóðunum, þessi kosta 314 þúsund krónur.
Önnur litaútgáfa af lóðunum, þessi kosta 314 þúsund krónur.
Gullfallega ketilbjallan sem kostar tæpar 400 þúsund krónur.
Gullfallega ketilbjallan sem kostar tæpar 400 þúsund krónur.
Sippubandið fæst fyrir 131 þúsund krónur.
Sippubandið fæst fyrir 131 þúsund krónur.
Er þetta fallegasti brúsi í heimi?
Er þetta fallegasti brúsi í heimi?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda