Balenciaga ræður nýjan hönnuð í verkið

Ítalski fatahönnuðurinn Pierpaolo Piccioli ásamt Florence Pugh.
Ítalski fatahönnuðurinn Pierpaolo Piccioli ásamt Florence Pugh. AFP

Ítalski fatahönnuðurinn Pierpaolo Piccioli hefur verið ráðinn nýr listrænn stjórnandi Balenciaga. Hann tekur við af Demna Gvasalia sem hafði gegnt starfinu síðustu tíu ár. Eigandi spænska tískuhússins er stórfyrirtækið Kering sem eiga meðal annars Gucci, Saint Laurent, Bottega Veneta, Brioni og Pomellato.

Balenciaga var stofnað árið 1919 af Cristóbal Balenciaga í San Sebastian á Spáni. Höfuðstöðvar merkisins eru í París. 

Í lausu lofti í ár

Piccioli var áður listrænn stjórnandi hjá Valentino en sagði starfi sínu lausu í maí á síðasta ári. Síðan þá hafa verið endalausar vangaveltur um hans næstu skref.

Ráðning Piccioli þykir áhugaverð í ljósi þess að mikill munur er á honum og Gvasalia. Balenciaga hefur verið eitt vinsælasta tískumerki heims síðustu ár þó að það hafi aðeins verið að fara að halla undan fæti.

„Það er mjög mikill heiður fyrir mig að vera hér í dag til að móta nýja sögu tískuhúss þar sem sköpunarkraftur hefur ávallt verið í forgrunni. Ég mun stoltur halda áfram að skrifa söguna ásamt þeim sem undan mér komu með virðingu,“ sagði Piccioli í tilkynningu.

„Arfleið Cristóbal Balenciaga er ein sú áhrifamesta í tískuheiminum. Hann gerði allt á undan öðrum og hreinlega fann upp menninguna í kringum sköpunargáfuna. Hann innleiddi hugmyndina um hátísku í öllum þáttum ferils síns og hefur sýnt fram á mátt þróunar og nýsköpunar í gegnum verkin sín.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda