Leikkonan Jenna Ortega klæddist einum frægasta kjól heims á frumsýningu myndarinnar Hurry Up Tomorrow í New York á dögunum.
Ötulir aðdáendur þáttanna Beðmála í borginni eða Sex & The City vita um hvaða kjól ræðir en aðalpersónan, Carrie, sem Sarah Jessica Parker lék klæddist kjólnum í þáttunum. Kjóllinn er með svokölluðu dagblaðamynstri og er úr haust- og vetrarlínu John Galliano fyrir Dior frá árinu 2000.
Hár Ortega var stuttklippt og dökkt. Förðunin var einnig dökk smokey-augnförðun sem fór heildarútlitinu vel.
Kjóllinn var hannaður fyrir tuttugu- og fimm árum og þykir enn töff flík. Klassíkin lifir að eilífu.