Negldi það í einum frægasta kjól heims

Ortega þótti skína skært á rauða dreglinum.
Ortega þótti skína skært á rauða dreglinum. AFP

Leikkonan Jenna Ortega klæddist einum frægasta kjól heims á frumsýningu myndarinnar Hurry Up Tomorrow í New York á dögunum. 

Ötulir aðdáendur þáttanna Beðmála í borginni eða Sex & The City vita um hvaða kjól ræðir en aðalpersónan, Carrie, sem Sarah Jessica Parker lék klæddist kjólnum í þáttunum. Kjóllinn er með svokölluðu dagblaðamynstri og er úr haust- og vetrarlínu John Galliano fyrir Dior frá árinu 2000.

Hár Ortega var stuttklippt og dökkt. Förðunin var einnig dökk smokey-augnförðun sem fór heildarútlitinu vel.

Kjóllinn var hannaður fyrir tuttugu- og fimm árum og þykir enn töff flík. Klassíkin lifir að eilífu.

Við frumsýningu kvikmyndarinnar Hurry Up Tomorrow.
Við frumsýningu kvikmyndarinnar Hurry Up Tomorrow. AFP
Sarah Jessica Parker klæddist kjólnum í þáttunum Sex & The …
Sarah Jessica Parker klæddist kjólnum í þáttunum Sex & The City.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda