Ættu fleiri karlar að klæða sig eins og Jeremy Strong?

Grænn litur var einkennandi hjá Strong á Cannes.
Grænn litur var einkennandi hjá Strong á Cannes. AFP

Leikarinn Jeremy Strong hefur vakið mikla athygli síðustu ár og þá sérstaklega vegna hlutverksins í hinum vinsælu þáttum Succession sem karakterinn Kendall Roy. Strong hlaut Tony-verðlaun, Primetime Emmy-verðlaun og Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverkið. Hann var einnig á lista Times yfir áhrifamesta fólk í heimi árið 2022.

Strong hefur þó vakið athygli á fleiri sviðum en leiklistinni og þá er aðallega verið að tala um fatastílinn. Strong hefur tamið sér að velja einn lit frá toppi til táar. Þetta eru ekki aðeins litir eins og svartur og dökkblár, allra síst þeir litir, heldur frekar brúnir, rauðbrúnir eða grænir tónar. Stíllinn hans er stílhreinn en þó ekki leiðigjarn.

Strong hefur mikið dálæti á brúnum lit og klæðist honum mikið. Hann kallar daglegan fatnað sinn „brúnbúninginn“ og setur þá saman mismunandi flíkur í mismunandi brúnum tónum. Ásamt brúnum prófar hann sig iðulega áfram með daufa rauða og bleika tóna og mismunandi litatóna af grænum.

Á kvikmyndahátíðinni í Cannes stóð hann fyrir sínu. Þar voru jakkafötin hans í terracotta-rauðum lit eða mintugrænum. Þetta kom það vel út að fleiri mættu spyrja sig hvort þeir hefðu ekki gott af því að fara aðeins út fyrir „normið“ og prófa sig áfram með liti?

Hvað með pastelgræn jakkaföt?
Hvað með pastelgræn jakkaföt? AFP
Afslappað en dásamlega töff.
Afslappað en dásamlega töff. AFP
Þessi jakkaföt úr Terracotta-rauðum lit. Slaufan í stíl er lykillinn.
Þessi jakkaföt úr Terracotta-rauðum lit. Slaufan í stíl er lykillinn. AFP
Jeremy Strong í ólífugrænum fötum frá Loro Piana.
Jeremy Strong í ólífugrænum fötum frá Loro Piana. Monica Schipper/AFP
Dökkgrænn er í uppáhaldi hjá Strong.
Dökkgrænn er í uppáhaldi hjá Strong. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda