Prinsessan fór alla leið í lit sumarsins

Smjörgulur blómahattur varð fyrir valinu í stíl við kjólinn.
Smjörgulur blómahattur varð fyrir valinu í stíl við kjólinn. AFP

Katrín prinsessa af Wales klæddist aðallit sumarsins í sumarpartýi í Buckingham-höll á dögunum. Hún tók litinn alla leið og klæddist kjól með hatt í stíl eins og sönnu kóngafólki sæmir. 

Sniðið á kjólnum er í uppáhaldi hjá Katrínu. Hann líkist kápu á ýmsan hátt, efnið er þykkara en gengur og gerist í kokteilkjólum, ermarnar eru síðar og síddin nær rétt fyrir neðan hné.  Kjóllinn er í smjörgulum lit sem verður einn vinsælasti liturinn í sumar. 

Kjóllinn er frá fatahönnuðinum Emiliu Wickstead. Wickstead er frá Nýja-Sjálandi en höfuðstöðvar merkisins eru í Bretlandi. Kjóllinn hefur verið framleiddur í nokkrum litaútfærslum frá merkinu. 

Það eru fáir sem eiga jafn elegant kjólasafn og Katrín en stílistinn hennar virðist alltaf hitta naglann á höfuðið. Stílisti prinsessunnar, Natasha Archer, hefur starfað með Katrínu síðan árið 2007 og hóf fyrst störf sem aðstoðarkona hennar. Þær eru nánar vinkonur og samstarfsfélagar í dag.

Katrín er alltaf jafn elegant í klæðaburði.
Katrín er alltaf jafn elegant í klæðaburði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda