Selja hundrað þúsund króna Britney Spears-boli

Britney Spears segist stolt af fatalínunni.
Britney Spears segist stolt af fatalínunni.

Tónlistarkonan Britney Spears hefur gefið út fatalínu í samstarfi við spænska tískuhúsið Balenciaga. Í fatalínunni má finna boli, derhúfur og hettupeysur, ýmist með ljósmynd af Britney eða áritun. 

Britney-línan er hluti af síðustu fatalínu Demna Gvasalia, listræns stjórnanda Balenciaga, fyrir tískuhúsið. Næsta stopp hjá honum er Gucci þar sem miklar vonir eru bundnar við að hann snúi rekstrinum við með sinni hönnunarsnilld. 

Nýja fatalínan er hluti af vor- og sumarlínu Balenciaga fyrir árið 2026. Britney-fötin eru lítill hluti línunnar en ásamt þeim kom út sérstakur lagalisti. Fötin eru fyrir fjárhag fæstra en sem dæmi má nefna er að ein derhúfa úr línunni kostar um 160 þúsund krónur. Verðin á fötunum eru frá rúmlega 90 þúsund krónum fyrir ódýrasta hlutinn til 225 þúsund króna fyrir þann dýrasta.

Derhúfa sem er í dýrari kantinum.
Derhúfa sem er í dýrari kantinum.

„Ég hef alltaf elskað tísku. Það er mér mikill heiður og ótrúlega spennandi að Demna hafi valið mig til að vera í samstarfi við fyrir síðustu fatalínuna hans fyrir húsið,“ sagði Spears í fréttatilkynningu. „Ég vona að aðdáendur mínir muni elska línuna jafn mikið og ég geri.“

Stuttermabolirnir eru með eldri mynd og áritun frá Spears.
Stuttermabolirnir eru með eldri mynd og áritun frá Spears.
Selst þessi lína upp?
Selst þessi lína upp?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda