Fimm bestu maskararnir núna

Þessir maskarar eru alltaf vinsælir.
Þessir maskarar eru alltaf vinsælir.

Hvar á að byrja þegar maður kaupir sér maskara? Það eru ótal margir kostir í boði. Það má segja að þetta sé eins og að velja sér maka; sumir velja sér einn og halda sig við þann sama út ævina en aðrir eru duglegri að skipta. 

Það þarf að hafa nokkra hluti í huga þegar þú velur nýjan maskara. Hvað viltu að hann geri? Sumir búa til mikla dramatík með því að þykkja og lengja en aðrir eru hlutlausari sem hægt er að byggja upp með nokkrum umferðum. 

Ef þú vilt breyta til þá eru hér nokkrir góðir sem eru vinsælir ár eftir ár.

Lancomé Lash Idolé

Maskari sem lengir hárin strax og endist í um 24 klukkustundir. Burstinn nær til allra augnháranna og mótar þau fallega.

Lash Idol maskari frá Lancome. Hann kostar 5.499 kr.
Lash Idol maskari frá Lancome. Hann kostar 5.499 kr.

Sky High frá Maybelline

Maskari sem gefur augnhárunum aukið umfang og mikla lengd eftir aðeins eina umferð.

Lash Sensational Sky High maskari frá Maybelline, 3.199 kr.
Lash Sensational Sky High maskari frá Maybelline, 3.199 kr.

Lash Clash

Lash Clash-maskarinn frá Yves Saint Laurent gefur allt að 200% meira umfang og endist í allt að 24 klukkustundir.

Lash Clash maskari frá Yves Saint Laurent sem kostar 6.999 …
Lash Clash maskari frá Yves Saint Laurent sem kostar 6.999 kr.

Lash Queen

Þetta er maskari sem margir treysta á aftur og aftur. Lash Queen gefur löng og þétt augnhár, greiðir vel úr augnhárunum og endist allan daginn. 

Lash Queen frá Helena Rubenstein sem kostar 6.999 kr.
Lash Queen frá Helena Rubenstein sem kostar 6.999 kr.

Limitless frá Ilia

Þetta er eini náttúrulegi maskarinn á listanum og er marglaunuð vara. Hann fer langt fram úr væntingum margra um náttúrulegan maskara. Hann er auðveldur í notkun og hægt að byggja upp fyrir dramatískara útlit. Formúlan molnar ekki né smitar.

Limitless-maskari frá Ilia, fæst í Nola og kostar 6.490 kr.
Limitless-maskari frá Ilia, fæst í Nola og kostar 6.490 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda