Blake Lively og Laufey á sama gestalista

Blake Lively og Laufey Lín Jónsdóttir mættu báðar í boð …
Blake Lively og Laufey Lín Jónsdóttir mættu báðar í boð Chanel í New York á mánudaginn. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Laufey Lín Jónsdóttir lét sig ekki vanta þegar franska tískuhúsið Chanel bauð í teiti í New York á mánudagskvöldið. Teitið var haldið í tilefni af Tribeca-kvikmyndahátíðinni. Kastljósið beindist að Laufeyju sem var á gestalista ásamt Blake Lively, Christy Thurlington, Jerry Seinfeld og Lily Allen svo einhver nöfn séu nefnd. 

Laufey klæddist bleikum stuttum kjól frá Chanel og var í hvítum blúndusokkabuxum undir kjólnum. Kjóllinn er úr bleikri kasmírull og er úr vetrarlínu Chanel fyrir 2025/2026. Fylgihlutir eins og skór eru frá sama merki. 

Allir gestir í boðinu voru klæddir í fatnað frá franska tískuhúsinu. 

Laufey Lín Jónsdóttir klæddist bleikum kasmír kjól frá Chanel.
Laufey Lín Jónsdóttir klæddist bleikum kasmír kjól frá Chanel. Ljósmynd/Chanel
Blake Lively.
Blake Lively. Ljósmynd/Chanel
Grace Gummer og Louisa Jacobson.
Grace Gummer og Louisa Jacobson. Ljósmynd/Chanel
Joe Jonas og Lily Allen.
Joe Jonas og Lily Allen. Ljósmynd/Chanel
Jerry og Jessica Seinfeld.
Jerry og Jessica Seinfeld. Ljósmynd/Chanel
Lucy Liu.
Lucy Liu. Ljósmynd/Chanel
Odessa Young.
Odessa Young. Ljósmynd/Chanel
Alisha Boe.
Alisha Boe. Ljósmynd/Chanel
Christy Turlington og Edward Burns.
Christy Turlington og Edward Burns. Ljósmynd/Chanel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda