Danska drottningin í 12 ára gömlum útivistarjakka

Drottningin naut náttúrunnar í jakkanum Tinnu frá Cintamani.
Drottningin naut náttúrunnar í jakkanum Tinnu frá Cintamani. Instagram/Skjáskot

Danska drottningin, María Elísabet, skartaði íslenskri hönnun í ferð sinni í Færeyjum þar sem hún klæddist jakka frá íslenska fatamerkinu Cintamani. Jakkinn heitir Tinna og kom á markað fyrir 20 árum. María drottning hefur átt jakkann í 12 ár og greiddi fyrir hann sjálf. Árið 2013 komst hún í fréttir en þá var hún í sama jakkanum: 

„Það er gaman að sjá Tinnu jakkann lifa góðu lífi hjá henni, heil 12 ár. Sýnir og sannar að hönnun og gæði framleiðslu Cintamani lifa góðu lífi. Tinnu jakkinn hefur ferðast með viðskiptavinum Cintamani í um 20 ár, alltaf vinsæll og ein söluhæsta flík okkar frá upphafi,“ segir Einar Karl Birgisson eigandi og framkvæmdastjóri Cintamani. 

Drottningin er í opinberri heimsókn í Færeyjum ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Danakonungi, og dóttur sinni, Jósefínu prinsessu, þar sem fjölskyldan skoðaði menningu, sögu og náttúru eyjunnar. 

María Elísabet drottning ber Cintamani-jakkann Tinnu vel.
María Elísabet drottning ber Cintamani-jakkann Tinnu vel. Samsett mynd

Í færslu á Instagram-reikningi danska konungshússins má sjá myndir af heimsókninni þar sem drottningin klæðist jakkanum. 

Einar Karl Birgisson framkvæmdastjóri Cintamani.
Einar Karl Birgisson framkvæmdastjóri Cintamani. Ljósmynd/Aðsend



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda