Tískuverslunin Andrá Reykjavík fékk það skemmtilega verkefni að sjá um utanvallar- og ferðafatnað íslenska kvennalandsliðsins fyrir EM kvenna í fótbolta 2025.
Fyrsti leikur Íslands er gegn Finnlandi þann 2. júlí og fer mótið fram í Sviss. Stelpurnar munu klæðast sérsaumaðri dragt sem er hönnuð af Steinunni Hrólfsdóttur fyrir Andrá Reykjavík.
Steinunn Hrólfsdóttir er einn eigenda Andrá Reykjavík en hún hefur lengi starfað í tískubransanum. Steinunn starfaði sem hönnuður hjá versluninni Geysi áður en hún opnaði verslunina með mágkonu sinni Evu Katrínu Baldursdóttur.
Dragtin er stílhrein og í svörtum lit en nöfn leikmanna og leikmannanúmer eru saumuð inn í jakkann sem gerir hvern og einn jakka einstakan.
Karólína Lea, landsliðskona í fótbolta, leit glæsilega út í dragtinni.
Smartland óskar íslenska kvennalandsliðinu góðs gengis á EM!