Svona lítur ferðafatnaður landsliðsins út

Karólína Lea er glæsileg í ferðafatnaði landsliðsins.
Karólína Lea er glæsileg í ferðafatnaði landsliðsins. Samsett mynd/Instagram

Tískuverslunin Andrá Reykjavík fékk það skemmtilega verkefni að sjá um utanvallar- og ferðafatnað íslenska kvennalandsliðsins fyrir EM kvenna í fótbolta 2025.

Fyrsti leikur Íslands er gegn Finnlandi þann 2. júlí og fer mótið fram í Sviss. Stelpurnar munu klæðast sérsaumaðri dragt sem er hönnuð af Steinunni Hrólfsdóttur fyrir Andrá Reykjavík.

Steinunn Hrólfsdóttir er einn eigenda Andrá Reykjavík en hún hefur lengi starfað í tískubransanum. Steinunn starfaði sem hönnuður hjá versluninni Geysi áður en hún opnaði verslunina með mágkonu sinni Evu Katrínu Baldursdóttur.

Dragtin er stílhrein og í svörtum lit en nöfn leikmanna og leikmannanúmer eru saumuð inn í jakkann sem gerir hvern og einn jakka einstakan. 

Karólína Lea, landsliðskona í fótbolta, leit glæsilega út í dragtinni.

Smartland óskar íslenska kvennalandsliðinu góðs gengis á EM!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda