Yfirgefur fyrirtækið sem hann stofnaði

Ben Gorham stofnaði Byredo.
Ben Gorham stofnaði Byredo. Samsett mynd

Ben Gorham mun fara frá ilmfyrirtækinu Byredo í lok júní. Gorham stofnaði fyrirtækið í Stokkhólmi árið 2006 en fyrir tveimur árum síðar var það keypt af stórveldinu Puig.

Í yfirtökuskilmálum Puig hafði Gorham samþykkt að vera starfandi áfram til júní á þessu ári og viðhalda skapandi yfirsýn meðan á umbreytingu stóð.

Byredo var keypt fyrir 143 milljarða króna og hefur síðan stækkað úr því að vera ilmfyrirtæki yfir í snyrtivörur, fylgihluti og skartgripi. 

Spænska fyrirtækið Puig er einnig eigandi merkja eins og Rabanne, Charlotte Tilbury og Dries Van Noten. Þeir hafa látið vel til sín taka á vettvangi lúxussnyrtivara og ilmvara.

Ilmirnir frá Byredo hafa verið gríðarlega vinsælir síðustu ár um allan heim og fengu Íslendingar meira að segja að kynnast þeim hér á landi þegar þeir fengust í Madison Ilmhúsi. 

Gorham hefur ekki tilkynnt heiminum um sín næstu skref en það vel fylgst með því sem hann tekur sér fyrir hendur næst.

BoF

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda