Ben Gorham mun fara frá ilmfyrirtækinu Byredo í lok júní. Gorham stofnaði fyrirtækið í Stokkhólmi árið 2006 en fyrir tveimur árum síðar var það keypt af stórveldinu Puig.
Í yfirtökuskilmálum Puig hafði Gorham samþykkt að vera starfandi áfram til júní á þessu ári og viðhalda skapandi yfirsýn meðan á umbreytingu stóð.
Byredo var keypt fyrir 143 milljarða króna og hefur síðan stækkað úr því að vera ilmfyrirtæki yfir í snyrtivörur, fylgihluti og skartgripi.
Spænska fyrirtækið Puig er einnig eigandi merkja eins og Rabanne, Charlotte Tilbury og Dries Van Noten. Þeir hafa látið vel til sín taka á vettvangi lúxussnyrtivara og ilmvara.
Ilmirnir frá Byredo hafa verið gríðarlega vinsælir síðustu ár um allan heim og fengu Íslendingar meira að segja að kynnast þeim hér á landi þegar þeir fengust í Madison Ilmhúsi.
Gorham hefur ekki tilkynnt heiminum um sín næstu skref en það vel fylgst með því sem hann tekur sér fyrir hendur næst.