Frakkar samþykkja frumvarp gegn Shein

Mynd tekin í verksmiðju þar sem föt fyrir Shein eru …
Mynd tekin í verksmiðju þar sem föt fyrir Shein eru framleidd. AFP

Öldungadeild Frakklands samþykkti frumvarp sem á að minnka umsvif hraðtískufyrirtækja. Frumvarpið felur í sér bann á auglýsingum og refsiaðgerðir gegn fyrirtækjum sem framleiða hraðtísku.

Frumvarpinu er sérstaklega beint að netversluninni Shein sem er þekkt fyrir að selja ódýr föt í lélegum gæðum. Frumvarpið á ekki að hafa áhrif á frönsk og evrópsk fyrirtæki eins og Zöru og H&M.

„Frumvarpið er stórt skref í baráttunni gegn efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum hraðtísku og sendir sterkt skilaboð til fyrirtækja og neytenda,“ sagði Agnes Pannier-Runacher, ráðherra vistfræðilegra umskipta, eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kynntar.

Frumvarpið var samþykkt af 337 þingmönnum öldungadeildar gegn einum á þriðjudag en það hafði þegar verið samþykkt af þjóðþingi Frakklands fyrir rúmu ári síðan. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur verið látin vita af frumvarpinu en hún úrskurðar hvort frumvarpið stangist á við lög sambandsins.

Þreföld ógn

Pannier-Runacher segir frumvarpið boða strangari refsiaðgerðir á hraðtískufyrirtæki sem verði gefin einkunn fyrir „umhverfissamskipti“. Þessi „umhverfisstig“ munu hafa áhrif á öll hraðtískufyrirtæki. Fyrirtækin sem fái lægstu einkunnirnar verði skattlögð af stjórnvöldum.

Pannier-Runacher segir hraðtísku þrefalda ógn sem stuðli að ofneyslu, sé óumhverfisvæn og ógni frönskum fatafyrirtækjum.

Markaður fyrir hraðtískuvörur er vaxandi í Frakklandi en um 48 flíkur á hvern íbúa eru settar á markað í Frakklandi á hverju ári og 35 flíkum er hent á hverri sekúndu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda