Móeiður vakti athygli í rosalegum kjól

Glæsilegur kjóll Móeiðar er úr fagurgulum lit frá ástralska hönnuðinum …
Glæsilegur kjóll Móeiðar er úr fagurgulum lit frá ástralska hönnuðinum Christopher Esber. Samsett mynd

Móeiður Lárusdóttir var gestur í brúðkaupi góðra vina í Aþenu í Grikklandi um helgina. Móeiður vakti mikla athygli fyrir fatavalið en hún klæddist rosalegum gulum kjól í veislunni. Guli liturinn var í fallegum tón með keim af appelsínugulum. 

Kjóllinn var síður niður í gólf og bundinn um hálsinn. Snið kjólsins var ósamhverft með hárri klauf, skreytt með skrautsteinum hægra megin.

Kjóllinn er frá ástralska fatahönnuðinum Christopher Esber. Esber er þekktur fyrir áhugaverðar útfærslur á annars minimalískum sniðum og leikur sér mikið með göt eða útklippt snið og smáatriði sem minna stundum á skúlptúra.

Esber hefur skapað sér sess í tískuheiminum frá því hann stofnaði fatamerkið árið 2010. Kjólarnir hans hafa verið mjög vinsælir á meðal þeirra sem vilja vekja athygli í áhugaverðum fötum.

Kjóllinn kostar 123 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. Það er þó lítið eftir af honum á helstu vefverslunum heims í dag.

Móeiður er búsett í Grikklandi ásamt kærasta sínum Herði Björgvini Magnússyni sem spilar fyrir Pan­athinai­kos í Aþenu. Þau eiga tvær dætur saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda