Íslenskur úlpugjörningur í Kaupmannahöfn

Hér Shygirl í úlpunni frá 66°Norður.
Hér Shygirl í úlpunni frá 66°Norður.

Íslenska úlpan fékk nýtt hlutverk í Kaupmannahöfn í síðustu viku með þátttöku 66°Norður á Other Circle hönnunarsýningu sem haldin var í tilefni af hönnuarvikunni 3daysofDesign. Þar var íslenska úlpan sett fram sem tákn um hringrásarhönnun. Í hjarta sýningarinnar var hvít skikkja unnin úr útlitsgölluðum Dyngju úlpum frá 66°Norður.

Skikkjan var upphaflega hönnuð fyrir tónlistarkonuna Shygirl fyrir British Fashion Awards 2023, en fékk nú nýtt líf í rými á sýningunni sem virkjaði öll skynfæri.

Þar mættust íslenskur hljóðheimur og ilmupplifun frá Fischersund, sem mynduðu sterka tengingu við uppruna vörumerkisins.

„Sýningin heppnaðist mjög vel og dró fram þá hugsun sem hefur fylgt 66°Norður í nær 100 ár að hanna flíkur sem endast, eru viðgerðahæfar og geti átt framhaldslíf aftur og aftur," segir Lilja Kristín Birgisdóttir, markaðstjóri alþjóðamarkaða hjá 66°Norður.

Hér má sjá úlpuna á sýningunni í Kaupmannahöfn.m
Hér má sjá úlpuna á sýningunni í Kaupmannahöfn.m
Skikkjan var hönnuð úr útlitsgölluðum úlpum.
Skikkjan var hönnuð úr útlitsgölluðum úlpum.
Gestir sýningarinnar voru hrifnir.
Gestir sýningarinnar voru hrifnir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda