Rýnt í tískuna á Ascot-kappreiðunum

Kjólarnir voru glæsilegir á Ascot-kappreiðunum.
Kjólarnir voru glæsilegir á Ascot-kappreiðunum. Samsett mynd

Oft er mikið um dýrðir á hinum árlegu Royal Ascot-kapp­reiðum í Bretlandi. Vanda þarf klæðaburðinn enda gilda þar mjög strangar reglur. 

Fjölmiðlar þar ytra hafa greint ákveðnar stefnur og strauma sem ríktu í fatavali gesta á kappreiðunum í ár. 

„Pastel blár og ýktir blómakjólar voru áberandi á kappreiðunum í ár. Yfirbragðið var rómantískt og flæðandi. Ljós bláu kjólarnir voru úr léttum efnum eins og til dæmis siffon og bærðust fallega í golunni. Blómamynstrið var hins vegar meira afgerandi og nútímalegt, t.d. með fallegum útsaumi og dramatískum útlínum. Ekki í anda garðpartýs heldur eitthvað meira fágað,“ segir í umfjöllun The Mirror.

„Þá voru doppur og hvítir kragar einnig mjög áberandi. Það var líkt og fólk væri að sækja í nostalgíu liðinna tíma en þó með nútímalegu yfirbragði. Allt var frekar „trendy“ og „vintage“.“

„Herðaslár voru einnig vinsælar sem gaf heildarútlitinu dramatískt yfirlit sem og mynstur sem minnti á hvítt og blátt postulín sem er mjög í anda Dior þessa dagana.

Annað sem var vinsælt:

  • Stórar slaufur
  • Dökk blár litur
  • Frumleg mynstur
  • Silki samfestingar
  • Einn litur frá toppi til táar
Laura-Ann er áhrifavaldur frá Norður-Írlandi og slær aldrei feilnótu þegar …
Laura-Ann er áhrifavaldur frá Norður-Írlandi og slær aldrei feilnótu þegar kemur að tísku. Það var t.d. vinsælt í ár að vera í einum lit frá toppi til táar. Skjáskot/Instagram/all.thats.pretty
Þessi fór alla leið með herðaslánna sem minnti meira á …
Þessi fór alla leið með herðaslánna sem minnti meira á skikkju. Kjólarnir voru gjarnan úr léttum siffon efni sem sveiflaðist til og frá. Skjáskot/Instagram
Ýkt blómamynstur og falleg snið í anda liðinna tíma voru …
Ýkt blómamynstur og falleg snið í anda liðinna tíma voru áberandi í ár. Skjáskot/Instagram
Ljósblái liturinn kom sá og sigraði.
Ljósblái liturinn kom sá og sigraði. Skjáskot/Instagram
Herðaslár settu punktinn yfir i-ið.
Herðaslár settu punktinn yfir i-ið. Skjáskot/Instagram
Allt var mjög rómantískt í ár.
Allt var mjög rómantískt í ár. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda