„Kominn tími á að stúlkurnar klæðist lúxusmerkjum“

Diljá Ýr Zomers skartar 70 þúsund króna Luis Vitton-hálsmeni.
Diljá Ýr Zomers skartar 70 þúsund króna Luis Vitton-hálsmeni. Skjáskot/Instagram

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú í Sviss þar sem það keppir fyrir hönd Íslands á EM. Í nýjasta þætti íþróttahlaðvarps Morgunblaðsins og mbl.is, Fyrsta sætið, sem Bjarni Helgason íþróttafréttamaður stýrir, var rætt um fatastíl landsliðskvennanna utan vallar.

Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá mbl.is og Morgunblaðinu er með Bjarna úti í Sviss þar sem þeir fylgja stelpunum eftir. Í hlaðvarpinu ræddi Gústi þá hugmynd sína að taka saman hverjar væru með besta fatastílinn í liðinu, en það reyndist þó flóknara en ætlað var.

„Vandamálið er að þær eru alltaf bara í íþróttagallanum,“ sagði Gústi.

Skarta dýrum fylgihlutum

Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir á RÚV bætti þó við að stelpurnar væru duglegar að poppa gallann upp með fínum skartgripum og glæsilegum sólgleraugum. Í viðtali sem Bjarni tók fyrir mbl.is við knattspyrnukonuna Diljá Ýr sást hún til dæmis skarta fallegu hálsmeni frá Louis Vuitton, sem kostar tæplega 70 þúsund íslenskar krónur.

Hálsmen eins og Diljá Ýr var með í viðtali við …
Hálsmen eins og Diljá Ýr var með í viðtali við mbl.is Skjáskot/LV
View this post on Instagram

A post shared by mbl.is (@mblfrettir)

Fagna hverri lúxusvöru sem stúlkurnar skarta

Gústi, Bjarni og Edda fagna því að sjá íslensku landsliðskonurnar njóta sín í lúxusvörum.

„Það er loksins komið að því að stelpurnar fái að njóta sín með sínum Louis Vuitton-töskum og Miu Miu-sólgleraugum. Strákarnir hafa verið að sveifla sínum Louis Vuitton-bakpokum hingað og þangað í mörg ár,“ segir Edda og voru þau öll mjög ánægð með þessa þróun.

Smartland tekur auðvitað undir þessa skoðun og fagnar hverri tískuvörunni sem landsliðsstelpurnar velja að skarta með stolti.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda