Nakin og demantaskreytt á forsíðunni

Kim Kardashian prýðir forsíðu Vogue aðeins skreytt demöntum.
Kim Kardashian prýðir forsíðu Vogue aðeins skreytt demöntum. Samsett mynd

Athafnakonan Kim Kardashian segir að draumur hafi ræst þegar henni var boðið að sitja fyrir á forsíðu franska tískublaðsins Vogue. Fatnaður var óþarfur í tökunni.

„Fyrsta franska Vogue-forsíðan í einungis Cartier,“ skrifaði hin 44 ára gamla við mynd af forsíðunni á Instagram. Á myndinni liggur Kardashian undir sæng, aðeins „klædd“ demöntum og skarti frá Cartier. 

„Ég mun aldrei venjast þessu. Ég er með óskalista yfir nokkur tímarit og þetta hefur verið á listanum allt mitt líf.“

Forsíðan þykir áhugaverð í ljósi þess að raunveruleikastjarnan var rænd í París fyrir tæpum áratugi og stolið af henni skartgripum fyrir rúmlega einn milljarð króna. Þar á meðal var fjögurra milljóna dollara trúlofunarhringur með demanti sem hún hafði fengið frá þáverandi eiginmanni sínum, Kanye West. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda