Anna Fríða Gísladóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Siríus, lenti í því óhappi á dögunum að gleyma snyrtibuddunni á hóteli í Osló. Þegar hún uppgötvaði að taskan hefði glatast hringdi hún á hótelið en þar kannaðist enginn við neitt.
„Ég var á hótelherbergi í Osló að gera mig klára fyrir seinasta daginn af æðislegri helgarferð. Fimm mínútum fyrir „checkout“ skellti ég öllu í töskur en gleymdi víst mikilvægasta varningnum, “ segir Anna Fríða.
Hún segir fyrstu viðbrögðin sín allt of ýkt en skiljanleg.
„Þegar ég ferðast vil ég bara taka allra besta snyrtidótið mitt með mér. Missirinn var því mikill, þegar horft er til tímans sem hefur farið í innihaldið. Sirka tuttugu ár af „trial and error“.
Anna Fríða varð að endurnýja alla snyrtibudduna og treysti á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Hún bað um meðmæli af snyrtivörum og viðbrögðin stóðu ekki á sér.
„Þetta voru skilaboð, símtöl og samtöl á förnum vegi. Þetta virðist vera ótti hverrar konu,“ segir hún.
Hún segir augljóst að konur hafi virkilega sterkar skoðanir á snyrtivörum.
„Mig hefur lengi langað að halda matarboð þar sem vinkonur mínar eiga að mæta með topp þrjár snyrtivörurnar. Ég hugsa að ég láti verða af því eftir þetta.“
Hvaða vörur endaðiru á að kaupa þér?
„Ég byrjaði á Sephora-pöntun sem innihélt Master Matte-augnskuggapallettu og sólarpúður frá Make Up By Mario, Charlotte Tilbury Hollywood Flawless Filter, Airbrush-púðrið og Pillowtalk-varablýant. Svo ómissandi Baking-púðrið frá Huda Beauty,“ segir hún.
„Svo gafst mér tækifæri til að prófa að kaupa nýtt í bland við fyrri reynslu. Hér keypti ég Shiseido-augnhárabrettarann, IT Cosmetics CC-krem, Chanel Water Tint og Soleil Tan. Þær vörur sem eru nú í prófun hjá mér eru XXL-maskarinn frá Clarins og Estée Lauder Double Wear-hyljarinn. Loks fékk ég mér upphálds IVY-kinnalitinn frá Chilli In June og Blushy Brush, NYX-augnbrúnablýant og Real Techniques burstasett.
Þetta var svona „loka augunum og borga“ dagur.“
Er einhver uppáhaldssnyrtivara sem þú getur ekki verið án?
„Bronzing Gel frá Chilli in June kom á markað í gær og verður í brúðkaupssnyrtitöskunni. Annars er það Shiseido-brettarinn og Clarins Lip-olían. Til allrar hamingju varð BIOEFFECT húðvörusafnið eftir heima. Því get ég ekki lifað án!“