Katrín baðst afsökunar á að vera ekki í kjól

Katrín sá eftir að hafa ekki mætt í kjól til …
Katrín sá eftir að hafa ekki mætt í kjól til Coningsby í Englandi. Samsett mynd

Katrín prinsessa af Wales bað smáa aðdáendur afsökunar á að klæðast ekki kjól á dögunum þegar hún heimsótti flugherstöðina í Coningsby í Englandi. Í staðinn klæddist hún grárri dragt sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. 

Hún áttaði sig þó fljótlega á því að sumt fólk sem hún hitti á staðnum var aðeins fínna en hún. Það voru litlar stúlkur sem höfðu klætt sig upp á í prinsessukjóla til að hitta prinsessuna sjálfa.

Það var þó skiljanlegt að Katrín hafi valið draktina, þar sem dagskrá hennar innihélt meðal annars að framkvæma svokallaðan „dauðahring“ í flughermi í þjálfunarmiðstöðinni, samkvæmt tímaritinu Vanity Fair.

„Hvar er kjóllinn minn? Ef ég hefði bara vitað…,“ sagði hún hlæjandi þegar hún spjallaði við hóp ungra stúlkna. „Fyrirgefðu að ég klæddist ekki kjól í dag. Takk fyrir að koma til að hitta mig.“

Gráa dragt Katrínar er hins vegar eitthvað sem hún sækir mikið í. Dragtin er úr köflóttu Prince of Wales-efni frá breska fatahönnuðinum Bellu Freud. 

Vanity Fair

Katrín biðst afsökunar á kjólaleysinu við litlar prinsessur.
Katrín biðst afsökunar á kjólaleysinu við litlar prinsessur. AFP
Smáir aðdáendur mættir til að hitta Katrínu.
Smáir aðdáendur mættir til að hitta Katrínu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda