Katrín prinsessa af Wales bað smáa aðdáendur afsökunar á að klæðast ekki kjól á dögunum þegar hún heimsótti flugherstöðina í Coningsby í Englandi. Í staðinn klæddist hún grárri dragt sem er í miklu uppáhaldi hjá henni.
Hún áttaði sig þó fljótlega á því að sumt fólk sem hún hitti á staðnum var aðeins fínna en hún. Það voru litlar stúlkur sem höfðu klætt sig upp á í prinsessukjóla til að hitta prinsessuna sjálfa.
Það var þó skiljanlegt að Katrín hafi valið draktina, þar sem dagskrá hennar innihélt meðal annars að framkvæma svokallaðan „dauðahring“ í flughermi í þjálfunarmiðstöðinni, samkvæmt tímaritinu Vanity Fair.
„Hvar er kjóllinn minn? Ef ég hefði bara vitað…,“ sagði hún hlæjandi þegar hún spjallaði við hóp ungra stúlkna. „Fyrirgefðu að ég klæddist ekki kjól í dag. Takk fyrir að koma til að hitta mig.“
Gráa dragt Katrínar er hins vegar eitthvað sem hún sækir mikið í. Dragtin er úr köflóttu Prince of Wales-efni frá breska fatahönnuðinum Bellu Freud.