Sneri aftur þrátt fyrir veikindin

Bella Hadid er ein vinsælasta fyrirsæta heims um þessar mundir.
Bella Hadid er ein vinsælasta fyrirsæta heims um þessar mundir. AFP

Ofurfyrirsætan Bella Hadid sneri óvænt á tískupallinn hjá Saint Laurent á dögunum. Hadid hefur talað opinskátt um baráttu sína við Lyme-sjúkdóminn og hefur verið að taka því mjög rólega síðustu vikur. Hadid lá á sjúkrahúsi í lok sumars vegna sjúkdómsins. 

Hadid gerði þó eina undantekningu á vinnuhléinu fyrir franska tískuhúsið. Hún var klædd í gylltan vínylkjól með stórum axlapúðum og tekinn saman í mittið. Einnig var hún með stór svört sólgleraugu og risastóra eyrnalokka. 

Vinsælustu fyrirsætur heims eru áberandi ár eftir ár hjá Saint Laurent og hefur Hadid ávallt verið ein þeirra. 

Bella Hadid hefur í mörg ár gengið fyrir franska tískuhúsið …
Bella Hadid hefur í mörg ár gengið fyrir franska tískuhúsið Saint Laurent. AFP
Fyrirsætan Betsy Gaghan í víðum gylltum og gegnsæjum kjól.
Fyrirsætan Betsy Gaghan í víðum gylltum og gegnsæjum kjól. AFP
Ýkjur einkenndu sýninguna eins og sést á þessum fatnaði. Stórar …
Ýkjur einkenndu sýninguna eins og sést á þessum fatnaði. Stórar axlir og enn stærri slaufa. AFP
Vínylefnið var mjög áberandi í kápum og kjólum hjá Saint …
Vínylefnið var mjög áberandi í kápum og kjólum hjá Saint Laurent. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda