Ofurfyrirsætan Bella Hadid sneri óvænt á tískupallinn hjá Saint Laurent á dögunum. Hadid hefur talað opinskátt um baráttu sína við Lyme-sjúkdóminn og hefur verið að taka því mjög rólega síðustu vikur. Hadid lá á sjúkrahúsi í lok sumars vegna sjúkdómsins.
Hadid gerði þó eina undantekningu á vinnuhléinu fyrir franska tískuhúsið. Hún var klædd í gylltan vínylkjól með stórum axlapúðum og tekinn saman í mittið. Einnig var hún með stór svört sólgleraugu og risastóra eyrnalokka.
Vinsælustu fyrirsætur heims eru áberandi ár eftir ár hjá Saint Laurent og hefur Hadid ávallt verið ein þeirra.