Daði í 24 þúsund króna skóm meðan hinir voru í Dior og Vuitton

Róbert Wessman klæddist Louis Vuitton, Jón Sigurðsson Christian Dior og …
Róbert Wessman klæddist Louis Vuitton, Jón Sigurðsson Christian Dior og Daði Már Kristófersson í Ecco. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Róbert Wessman forstjóri Alvotech, Jón Sigurðsson forstjóri Stoða og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hittust uppi á sviði í Silfurbergi í Hörpu til þess að taka þátt í umræðum um efnahagslíf. Atburðurinn átti sér stað á Ársfundi atvinnulífsins. 

Róbert Wessman klæddist teinóttum tvíhnepptum jakkafötum, var í hvítri skyrtu undir og bindislaus. Hann var vel skóaður. Í leðurskóm frá franska tískuhúsinu Louis Vuitton. Jón Sigurðsson klæddist dökkbláum jakkafötum og var í ljósblárri skyrtu undir, bindislaus líkt og Wessman. Skórnir hækkuðu aðeins í stuðinu því hann klæddist skóm frá franska tískuhúsinu Christian Dior. Daði Már Kristófersson skuldajafnaði klæðaburð þríeykisins. Hann heldur ekki bara fast um ríkisbudduna heldur líka um eigið peningaveski. Hann var í grábrúnum jakkafötum, sem passa við augnlitinn, í skyrtu og með bindi eins og alvöru embættismaður og í Ecco skóm með teygju, sem þarf ekki að reima. Slíkir skór endast og endast séu þeir burstaðir reglulega, fást í Skór.is og kosta 24.995. 

Skór frá Christian Dior kosta í kringum 142.000 kr. og skór frá Louis Vuitton kosta um það bil 212.000 kr. Það fer auðvitað eftir efni, áferð og ártali. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Róbert, Jón og Daði ræddu við Sigtrygg Magnason.
Róbert, Jón og Daði ræddu við Sigtrygg Magnason. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda