Elín Hall telur niður í aðventuna

Leikkona Elín Hall fékk fyrsta aðventudagatalið í hendur.
Leikkona Elín Hall fékk fyrsta aðventudagatalið í hendur.

Leikkonan Elín Hall er nýtt andlit Blue Lagoon Skincare. Það var því við hæfi að hún fengi fyrsta eintakið af aðventudagatali fyrirtækisins. Dagatalið inniheldur vinsælustu vörur Blue Lagoon Skincare sem eru vandlega settar saman með fjórum húðrútínum, ein fyrir hverja viku aðventunnar. Þar má til dæmis finna allt frá djúphreinsandi andlitsmaska yfir í endurnærandi líkamsmeðferðir. Það eru kannski ekki allir komnir í tryllt jólaskap en það má alveg minna á að fyrsti í aðventu er 30. nóvember og kemur dagatalið í takmörkuðu upplagi. 

„Þetta byrjar vel á fyrsta sunnudegi á aðventunni, því í fyrsta hólfinu eru tveir þekktustu maskarnir frá Blue Lagoon Skincare. Ef þið sem hafið komið í Bláa Lónið hafið örugglega prófað þá. Ég get mælt með þeim báðum. Mineral Mask, blái maskinn, gefur húðinni raka og fallegan ljóma, en Silica Mud Mask er klassíski hvíti maskinn sem djúphreinsar og styrkir húðina. Báðir eru frábærir, en minn uppáhalds er Mineral Mask þar sem húðin mín verður oft mjög þurr á veturna. Ég nota hann yfirleitt tvisvar í viku,“ segir Elín Hall. 

Síðustu ár hafa snyrtivörudagatöl notið vinsælda um allan heim. Fólk sem hefur verið í Lundúnum í nóvember hefur upplifað stemninguna í Harrods og Liberty en þar seljast snyrtivörudagatöl yfirleitt upp á mettíma. 

Hólmfríður Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Blue Lagoon Skincare.
Hólmfríður Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Blue Lagoon Skincare.

„Dagatalið er tilvalið til að huga að húðinni á aðventunni og undirbúa hana fyrir hátíðarnar. Eftir að hafa farið í gegnum öll skrefin fær húðin sannkallaðan hátíðarljóma og það er alltaf gaman að opna smá glaðning hvern sunnudag á aðventunni,“ segir Hólmfríður Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Blue Lagoon Skincare en vörur fyrirtækisins hafa ítrekað verið valdar einar af þeim bestu í þekktum tískutímaritum eins og Vogue, InStyle og Allure. Vogue valdi nýlega Silica Mud Mask sem einn besta andlitsmaskann á markaðnum og BL+ Eye Cream sem eitt besta augnkremið. Báðar þessar vörur eru hluti af aðventudagatalinu.

Elsa Nielsen, sem er grafískur hönnuður og teiknari hjá Bláa Lóninu hannaði dagatalið í samstarfi við auglýsingastofuna Kontor.

Á fyrsta í aðventu eru tveir andlitsmaskar sem veita mikinn …
Á fyrsta í aðventu eru tveir andlitsmaskar sem veita mikinn raka.
BL+ The Cream Light, BL+ The Serum og Blue Lagoon …
BL+ The Cream Light, BL+ The Serum og Blue Lagoon Gua Sha koma upp úr dagatalinu í viku tvö. Gua Sha eykur blóðflæði, dregur úr þrota og örvar sogæðakerfið.
BL+ The Cream og BL+ The Eye Cream eru í …
BL+ The Cream og BL+ The Eye Cream eru í aðventudagatalinu í viku þrjú.
Lip Balm, sem er verndandi varasalvi og Body Oil eru …
Lip Balm, sem er verndandi varasalvi og Body Oil eru í aðventudagatalinu í viku fjögur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda