47 þúsund króna kjóll Þorgerðar á heima í þínum fataskáp

A-línu kjóll Þorgerðar er klassískt og klæðilegt snið.
A-línu kjóll Þorgerðar er klassískt og klæðilegt snið. Samsett mynd

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mætti í svörtum skyrtukjól á hádegisfund með Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu sem haldinn var í forsætisráðuneytinu. 

Kjóllinn er klassískur en hvítu saumarnir setja töffaralegan svip á flíkina. Kjóllinn er skorinn sem A-línu kjóll sem er klassísk og klæðileg sniðagerð. Flíkin er aðsniðin yfir axlir og brjóst en víkkar síðan smám saman út frá mittinu og niður að faldi þannig hann myndir þríhyrningslaga form líkt og hástafurinn A.  Þetta snið er algengt og býður upp á fallega lögun sem hentar fjölbreyttum líkamsgerðum. 

Kjóll Þorgerðar er frá danska tískuhúsinu Ganni sem er gríðarlega vinsælt hér á landi. Hann er úr 100% bómull. Á vefsíðu Ganni kostar kjóllinn 47.800 krónur.

Ganni er nútímalegt danskt tískuhús sem var stofnað árið 2000 af Frans Truelsen og síðar endurmótað af hjónunum Ditte og Nicolaj Reffstrup. Merkið er þekkt fyrir leikandi og áreynslulausan stíl sem endurspeglar svokallað „Scandi 2.0“ — litríka, sjálfsörugga útgáfu af hefðbundnum skandinavískum mínimalisma.

GANNI leggur áherslu á sjálfbærni og hringrásartísku, en sameinar það við gleði og sköpun. Vinsældir merkisins hafa vaxið á heimsvísu og er þekktast fyrir kvenleg form, djörf mynstur og afslappaðaðan fatnað.

Kjóllinn er frá danska tískuhúsinu Ganni sem er mjög vinsælt …
Kjóllinn er frá danska tískuhúsinu Ganni sem er mjög vinsælt hér á landi. Hann kostar 47.800 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda