„Ég hef alltaf elskað að vera úti í íslenskri náttúru og mynda“

Ása Steinars og ljósmynd hennar í bakgrunni.
Ása Steinars og ljósmynd hennar í bakgrunni. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Það hefur orðið að skemmtilegri hefð hjá íslenska húðvörumerkinu BIOEFFECT að hanna jólagjafasett í samstarfi við íslenskar listakonur. Í ár var ákveðið að leita nýrra leiða og sækja innblástur í íslenska náttúru.

„Við ákváðum að leita til ferða- og náttúruljósmyndarans Ásu Steinars, sem hefur hlotið mikla athygli fyrir stórbrotnar og áhrifamiklar myndir af íslenskri náttúru,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Bioeffect.

„Útkoman eru gjafasett sem fanga einstaka fegurð Íslands, þau sameina hrífandi ljósmyndir Ásu við okkar margverðlaunuðu Bioeffect húðvörur þar sem ósnortin náttúra og háþróuð vísindi mætast. Samstarfið reyndist einstaklega ánægjulegt og við erum gríðarlega ánægð með útkomuna,“ segir Liv.

„Ég er mjög stolt af samstarfinu og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá myndirnar mínar verða hluti af jólagjafasettunum,“ segir Ása. „Ég hef alltaf elskað að vera úti í íslenskri náttúru og mynda. Sama hversu oft ég ferðast um landið, þá er hver upplifunin einstök – því náttúran er síbreytileg. Bioeffect notar íslensk, náttúruleg innihaldsefni í sínum vörum og því fannst mér samstarfið passa fullkomlega.“

Útgáfu gjafasettanna var fagnað í nýrri verslun fyrirtækisins á Laugavegi 33 og er þetta önnur verslun BIOEFFECT í miðbænum. Ása sagði frá því hvernig hún nálgaðist verkefnið og að hún hefði ákveðið að mynda staði sem endurspegla Ísland best: jökla, eldfjöll og jarðhita. Úr urðu þrjú glæsilega myndskreytt gjafasett. Ljósmyndirnar sem prýða gjafasettin eru teknar á Hveravöllum, við Lakagíga og Mýrdalsjökul. Myndirnar eru allar teknar úr lofti með dróna, en Ása vildi ná að fanga frumkraftana sem móta Ísland; jarðhita, eldvirkni og jökla frá óvenjulegu og nýstárlegu sjónarhorni, ólíku því sem fólk er vant að sjá.

„Það eru verkefni eins og þessi sem gera vinnuna mína svo skemmtilega og gefandi – þegar ég get deilt ástríðunni minni fyrir Íslandi í gegnum myndir sem öðlast nýtt líf í svona fallegu samhengi,“ sagði Ása.

„Margir bíða með eftirvæntingu eftir nýju gjafasettunum frá Bioeffect sem koma út á hverju ári, enda innihalda þau úrval af vinsælustu húðvörum okkar á lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar,“ segir Liv að lokum.

Ása Steinars, Margrét Óskarsdótir og Steinar Þór Guðlaugsson.
Ása Steinars, Margrét Óskarsdótir og Steinar Þór Guðlaugsson. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ása Steinars og Liv Bergþórsdóttir.
Ása Steinars og Liv Bergþórsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Leo Alsved og Ása Steinars.
Leo Alsved og Ása Steinars. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
David Tong, Sigríður Erlendsdóttir og Liv Bergþórsdóttir.
David Tong, Sigríður Erlendsdóttir og Liv Bergþórsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Vala Steinsdóttir, Ása Steinars og Hildur Ýr Arnardóttir.
Vala Steinsdóttir, Ása Steinars og Hildur Ýr Arnardóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ása Steinars.
Ása Steinars. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Elín Helga Jónsdóttir og Iðunn Elva.
Elín Helga Jónsdóttir og Iðunn Elva. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Elín Ósk Jóhannsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir.
Elín Ósk Jóhannsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Gjafasettin.
Gjafasettin. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Karen Jacobsen og Þura Björg.
Karen Jacobsen og Þura Björg. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Karítas Diðriksdóttir og Sigrún Magnúsdóttir.
Karítas Diðriksdóttir og Sigrún Magnúsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmyndir eftir Ásu.
Ljósmyndir eftir Ásu. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Liv Bergþórsdóttir.
Liv Bergþórsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Sverrir Viðar Hauksson og Liv Bergþórsdóttir.
Sverrir Viðar Hauksson og Liv Bergþórsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda