Það er algengt að fólk noti mismunandi ilmi á mismunandi árstímum, enda eðlilegt að létta ilminn á sumrin og prófa sig áfram með aðeins kryddaðri ilmi þegar kólna fer í veðri. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi; hvort sem það eru kryddaðir blómailmir, sætir ilmir eða reyktir og þyngri ilmir þá er mikið af nýjungum í verslunum núna.
Hér fyrir neðan eru nokkrir skemmtilegir og nýir ilmir sem henta vel inn í haustið.
Devotion frá Dolce & Gabbana, dásamlega sætur vanillukeimur í bland við romm og örlítinn sítrus.
Libre Eau de Parfum Intense frá Yves Saint Laurent er góð blanda af appelsínublómi og lavanderilmi.
Phénix frá Kintsugi er meðal annars blanda af kóríander, kaffi og leðri. Ilmurinn fæst í Andrá Reykjavík.
Gucci Guilty Absolu de Parfum Pour Femme er ilmur sem kemur í takmörkuðu upplagi. Ilmurinn er ákafur blóma og amber-ilmur.
Nýr ilmur frá Prada. Paradoxe Radical Essence er kraftmikill og óvæntur ilmur með sætum tónum í fáguðu ilmvatni. Sandelviður, pistasíur og blóm einkenna þennan ilm.