Leikkonan Nicole Kidman er nýtt andlit franska hátískuhússins Chanel og var því mætt á fremsta bekk á sýningu sumarlínunnar á dögunum í París. Kidman var klædd á hefðbundinn franskan hátt og áreynslulausum fatnaði.
Kidman klæddist hvítri skyrtu úr nýju línunni, gallabuxum, svörtum hælaskóm með vínrauða Chanel-tösku. Franskar konur eru þekktar fyrir að vera með sérstaklega fágaðan og flottan fatastíl og velja þær klassískar flíkur, fáar förðunarvörur og heilbrigt hár. Því má segja að hún hafi neglt franska stílinn á sýningunni.
Tengsl Kidman við Chanel hófust árið 2004 þegar hún lék í auglýsingaherferð fyrir ilmvatnið fræga N°5 undir leikstjórn Baz Luhrmann. Hún hefur ítrekað klæðst merkinu á rauða dreglinum og haldið nánum tengslum við tískuhúsið.
„Ég er himinlifandi að ganga til liðs við CHANEL á þessum spennandi tímamótum, með Matthieu Blazy við stjórnvölinn. Sem manneskja sem hefur djúpa aðdáun á hátísku (e. Haute Couture) hlakka ég til að sjá sýn Matthieu fyrir elsta hátískuheim hússins sem er enn starfandi, og að fá að bera þessi dásamlegu listaverk. Chanel hefur ávallt verið á undan samtímanum, varpað skýru og glæsilegu ljósi á konur, og ég er viss um að Blazy verður engin undantekning, rétt eins og Karl Lagerfeld var á sínum tíma.“