Snýr aftur eftir 26 ár í öðru starfi

Maria Grazia Chiuri er nýr listrænn stjórnandi hjá Fendi.
Maria Grazia Chiuri er nýr listrænn stjórnandi hjá Fendi. AFP

Fatahönnuðurinn Maria Grazia Chiuri hefur verið ráðin yfirhönnuður hjá Fendi. Ítalska húsið sendi frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. Chiuri mun kynna sína fyrstu haust- og vetrarlínu fyrir árið 2026 á tískuvikunni í Mílanó í febrúar á næsta ári. 

Ráðning hennar markar einhvers konar heimkomu. Hin ítalska Chiuri starfaði hjá Fendi í 10 ár á árunum 1989-1999. Chiuri hannaði meðal annars eina frægustu tösku Fendi, Baguette-töskuna, sem er enn í dag ein mest selda taska fyrirtækisins.

Maria Grazia Chiuri hannaði meðal annars Baguette-töskuna frá Fendi sem …
Maria Grazia Chiuri hannaði meðal annars Baguette-töskuna frá Fendi sem er enn í dag ein mest selda taska ítalska tískuhússins.

Hætti hjá Dior í vor

„Maria Grazia Chiuri er ein mest skapandi konan í tískuheiminum í dag og ég er himinlifandi yfir því að hún hafi kosið að snúa aftur til Fendi og LVMH-samstæðunnar,“ sagði Bernard Arnault, stjórnarformaður og forstjóri LVMH-samstæðunnar, í fréttatilkynningu.

Fendi hefur verið án sérstaks yfirhönnuðar síðan Kim Jones sagði af sér í október 2024. Silvia Venturini Fendi, barnabarn stofnanda merkisins, Adele og Edoardo Fendi, hefur séð um hönnun kven- og karlalínunnar síðan þá. 

„Ég sný aftur til Fendi með mikilli gleði eftir að hafa notið þeirra forréttinda að hefja feril minn undir handleiðslu stofnenda hússins. Fendi hefur alltaf verið smiðja hæfileika og upphafspunktur fyrir marga skapandi einstaklinga í greininni. Ég er þakklát herra Arnault fyrir að treysta mér fyrir því verkefni að hjálpa til við að skrifa nýjan kafla í sögu þessa einstaka fyrirtækis sem stofnað var af konum,“ sagði Chiuri um ráðninguna. 

Chiuri hætti sem listrænn stjórnandi Dior í vor á þessu ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda