Katrín prinsessa af Wales mætti klædd ólífugrænum fötum frá toppi til táar til Oxford í Englandi á dögunum. Liturinn er fullkominn á þessum árstíma ásamt litum eins og vínrauðum, brúnum og appelsínugulum tónum. Liturinn fer henni einstaklega vel og fer sérstaklega vel við hárlitinn hennar.
Katrín hefur sótt í dragtir undanfarnar vikur enda þægilegur og glæsilegur klæðnaður. Nýleg dæmi er gráa dragtin sem hún klæddist frá breska fatahönnuðinum Bellu Freud.
Dragtin er frá tískuhúsi Victoriu Beckham. Katrín hefur klæðst henni áður með kremaðri blússu en nú tók hún litinn alla leið og fór í ólífugrænan bol undir. Það er vel hægt að leika þetta útlit eftir með góðum árangri en einnig hægt að fara í aðra liti. Það þykir einnig einstaklega þægilegt að eiga föt í samalitatóninum því morgnarnir verða mun auðveldari og maður er fljótur að sjá hvað passar saman.
Dragtin er frá breska fatahönnuðinum Victoriu Beckham.
AFP