Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra komst á lista tímaritsins Monocle fyrir klæðaburð sinn. Fjallað er um það í greininni hvernig stíll heimsleiðtoga mótar áhrif þeirra. Blaðamaðurinn Andrew Mueller segir að Kristrún geti leyft sér að vera frjálslegri í klæðaburði vegna ungs aldurs. Hún er 37 ára.
Það sem vekur hinsvegar athygli er að allar helstu upplýsingarnar í grein Mueller koma af Smartlandi.
„Kosninganóttina klæddist hún glitrandi blússu frá Ralph Lauren,“ segir í grein Mueller.
Þar kemur líka fram að hún hafi tekið við starfinu í ítalska merkinu MSGM en Smartland fjallaði ítarlega um bæði þessi dress.
„Í kosningabaráttunni afsannaði hún þá kenningu að Samfylkingarkonur vildu helst klæðast víðum kjólum með skökku hálsmáli og vera með hraunmola úr íslenskri náttúru um hálsinn,“ sagði í frétt Smartlands þar sem pallíettublússan frá Ralph Lauren var til umræðu. Mueller vitnaði í þessi orð.
Hér áður fyrr tíðkaðist það að stílistar aðstoðuðu stjórnmálamenn með val á klæðaburði. Á tímabili fór enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins í fataverslun nema að Anna og útlitið væri búin að fara yfir hvaða litir klæddu viðkomandi og hvaða snið væru heppileg. Það skilaði árangri.
Í seinni tíð hefur það þótt eitthvað feimnismál að vera með stílista. Sem er algerlega óskiljanlegt. Hver vill ekki vita hvaða litur dregur fram þokkann og hvaða snið ýkir vöxtinn. Klæðaburður og val á fatnaði er listgrein. Sumir fæðast ógurlega smart á meðan aðrir eru ófærir um að velja saman eftir part og neðri part. Kristrún hafði vit á því að ráða stílistann Huldu Halldóru Tryggvadóttur í vinnu. Í kjölfarið tók stíll Kristrúnar stökk upp á við.
Það mættu fleiri þingmenn (og embættismenn) taka Kristrúnu til fyrirmyndar og fá faglega hjálp þegar kemur að fatavali. Fólk sem er vel klætt nýtur meiri virðingar og því vegnar betur í starfi. Það er búið að rannsaka það ofan í öreindir.
Fötin þurfa alls ekki að vera rándýr frá einhverjum ægilegum fínheita tískuhúsum til þess að þau dragi fram það allra besta. Þau þurfa hinsvegar að vera rétt sniðin og í litapallettu sem búið er að greina.
Svo er ágætt að hafa tvennt í huga: