Hailey Bieber klæddist íslenskri hönnun

Hailey Bieber er eiginkona tónlistarmannsins Justin Bieber.
Hailey Bieber er eiginkona tónlistarmannsins Justin Bieber. Samsett mynd

Ofurfyrirsætan og athafnakonan Hailey Bieber, eiginkona Justins Bieber, klæddist skóm frá íslenska skó- og fylgihlutamerkinu Kalda í bandaríska tímaritinu Wall Street Journal. Bieber var í veglegu forsíðuviðtali við tímaritið og fylgdi því nokkurra síðna myndaþáttur.

Skórnir sem Bieber klæðist heita Kana Sandal. Þetta eru mínimalískir og opnir skór með 8,5 sm hæl. Á skónum eru þó óvænt smáatriði eins og einkennir Kalda eins og fínar ólar og stálhæll. Skórnir kosta 57.100 krónur á heimasíðu Kalda. 

Kana-sandalar á heimasíðu Kalda.
Kana-sandalar á heimasíðu Kalda. Ljósmynd/KALDA
Íslensku skórnir fara Hailey Bieber vel!
Íslensku skórnir fara Hailey Bieber vel! Skjáskot/Instagram

Selur til Bandaríkjanna

Katrín Alda Rafnsdóttir er eigandi og hönnuður merkisins sem var stofnað árið 2016. Í viðtali Smartlands við Katrínu á síðasta ári sagðist hún selja mikið til útlanda og þá aðallega til Bandaríkjanna. Stjörnur á borð við Lady Gaga, Elsu Hosk, systurnar Gigi og Bella Hadid og Emma Corrin hafa allar klæðst skóm eða borið tösku frá Kalda. 

„Ég er með al­manna­tengil í London sem sér um að senda stíl­ist­um þeirra, það fer oft í gegn­um þau eða í gegn­um In­sta­gram,“ sagði Katrín Alda í viðtali við Smartland. 

Bieber er gríðarlega þekkt í tískuheiminum og þykir mikil fyrirmynd þegar kemur að persónulegum stíl. Ásamt fyrirsætuferlinum er hún einnig stofnandi snyrtivörumerkisins Rhode sem nýtur mikilla vinsælda um heim allan. 

View this post on Instagram

A post shared by KALDA (@kalda_rvk)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda