Það er kominn tími á að endurnýja aðeins fataskápinn þegar september ber að garði. Tískuverslanir núna eru stútfullar af fallegri haustvöru og þegar rútínan er tekin við vantar yfirleitt eitthvað sem hægt er að nota í vinnuna.
Skyrturnar í tísku núna eru allavega. Þær sem standa upp úr fyrir haustið eru flæðandi bóhemskyrtur, mynstraðar eða með blúndu. Það þarf einnig að eiga satínskyrtu því hana geturðu notað í vinnuna og í kokteilboðin eftir á. Hvítar og svartar skyrtur eru einnig klassísk kaup sem endast þér næstu árin.
Hér fyrir neðan eru nokkrar flottar skyrtur sem ganga upp við gallabuxur, dragtarbuxur og jafnvel pils.
Hvít skyrta sem er efnismeiri við mittið frá Ganni, fæst í Andrá og kostar 34.990 kr.
Klassísk, hvít skyrta frá Polo Ralph Lauren. Fæst í Mathildu og kostar 26.990 kr.
Hvít bómullarskyrta í fallegu sniði frá Hildi Yeoman sem kostar 34.900 kr.
Röndótt skyrta úr Zöru sem kostar 5.995 kr.
Klassísk silkiskyrta frá Stenströms, fæst Hjá Hrafnhildi og kostar 57.980 kr.
Svört satínskyrta frá Charlotte Sperre, fæst í Mathildu og kostar 36.990 kr.
Svört gallaskyrta frá the.garment, fæst í Andrá og kostar 37.990 kr.
Dökkbrúnn er aðalmálið núna og þessa skyrtu er hægt að nota við margt. Paraðu hana við dökkbrúnar buxur eða pils. Skyrtan er frá Day Birger Et Mikkelsen, fæst í Kultur og kostar 26.995 kr.
Skyrta frá Zöru sem kostar 6.995 kr.
Chiffon-skyrta með hlébarðamynstri frá Ganni, fæst í GK Reykjavík og kostar 46.995 kr.