Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi er smart í tauinu. Á dögunum mætti hún í boð hjá Bláa Lóninu sem haldið var í einbýlishúsi í Garðabænum. Þar skartaði hún vínrauðum kjól úr nýjustu línu tískuhönnuðarins Victoríu Beckham. Kjóllinn kallast Twist Detail High Neck Midi Dress.
Hann er úr 90% pólýester og 10% teygju sem gerir það að verkum að hann er svolítið eins og jogginggalli, bara smartari. Kjóllinn er með snúningi að framan sem myndar hnút sem endurspeglar fágun merkisins. Kjóllinn er með síðum ermum sem hentugt í svartasta skammdeginu. Hálsmálið er hógvært og fallega sniðið.
Kjóllinn kostar 972 evrur eða um 139.000 kr.