„Það sem er slys fyrir einum getur verið innblástur fyrir annan“

Tanja Rós fín í rauðu.
Tanja Rós fín í rauðu. Samsett mynd

Fagurkerinn Tanja Rós Ingadóttir starfar sem birtingaráðgjafi hjá Datera. Hún er tveggja barna móðir sem hefur smekk fyrir öllu því besta í lífinu. Hún er 31 árs og á von á sínu þriðja barni með ástinni í lífi sínu, Guðmundi Þór Júlíussyni, sem er kallaður Gummi. Fyrir eiga þau son og dóttur en nú mun annar drengur brátt bætast í hópinn. Tanja er með afgerandi fatastíl sem er með klassískum undirtóni. Allt sem heillar augað hreyfir við henni. 

Hefurðu alltaf haft áhuga á tísku og hönnun?

„Já, algjörlega. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga og hef fylgst með tísku í gegnum árin. Mér finnst mjög gaman að fá tíma til að máta og setja saman mismunandi outfit sem ég gæti notað einhvern daginn. Þegar ég var lítil var einn af hápunktum jólanna að fara með ömmu að velja jólafötin, því þá fékk ég að ráða alveg sjálf.“

Tanja býr á einstaklega fallegu heimili með fjölskyldu sinni.
Tanja býr á einstaklega fallegu heimili með fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Tanja hefur ekki bara áhuga á fatnaði því falleg heimili heilla hana. Fyrir rúmu ári rættist draumurinn þegar þau festu kaup á hæð í 105 Reykjavík. 

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllu sem tengist fallegu umhverfi, heimilum og smáatriðum sem grípa augað. Draumurinn minn var lengi að eignast hæð sem við gætum gert að okkar og fyrir rúmu ári rættist sá draumur. Við keyptum fallega hæð í fyrrasumar, tókum hana í gegn og nú líður okkur ótrúlega vel hér. Að okkar mati er þetta líka frábært hverfi fyrir börnin.

Ég og Gummi höfum alltaf haft gaman af fasteignum og erum reglulega að skima fasteignavefinn. Við höfum tekið okkar eignir í gegn og hver staður fengið sinn eigin stíl. Persónulega finnst mér mikilvægt að virða tímann sem eignin var byggð á og vinna með hann, þannig að breytingarnar haldi í anda hússins. Samt á ég líka minn uppáhaldsstíl en ég heillast mikið af skandinavískri hönnun og heimilið okkar í dag ber sterkan svip af því,“ segir hún. 

Tanja er með gott auga fyrir klæðaburði og hefur þróað …
Tanja er með gott auga fyrir klæðaburði og hefur þróað þann hæfileika með árunum. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?

„Ég myndi sennilega lýsa stílnum mínum sem klassískum með nútímalegum, skandinavískum blæ. Ég klæðist mikið „oversized“ jökkum, beinum buxum og legg kannski frekar áherslu á fín smáatriði og skó val.“

Hvernig setur þú flíkur saman?

„Það fer svolítið eftir dögum, en dagsdaglega er ég yfirleitt í stórum jakka, gallabuxum og skóm í lit eða með munstri. Mikilvægast er bara að mér líði vel og að fötin séu þægileg. Svo þegar ég fer fínna út, þá er ég mikið fyrir dragtir og co-ords, og svo bæti ég oftar en ekki við eyrnalokkum.“

Áttu þér uppáhaldsfatamerki?

„Ég er mikið fyrir Rotate og á nokkrar flíkur frá þeim. Einnig elska ég að finna gallabuxur og mæli með að eiga góðar vintage Levi’s buxur í skápnum.“

Hún á þónokkra blazer-jakka sem eru í mikilli notkun.
Hún á þónokkra blazer-jakka sem eru í mikilli notkun. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig finnst þér að klæða óléttukúluna?

„Það getur verið dálítið krefjandi að finna föt á meðgöngunni, sérstaklega buxur, en annars klæði ég mig svipað og venjulega. Það væri auðvitað gaman ef ég væri mikið fyrir kjóla núna, en það er ég ekki, þannig að þessar áskoranir eru bara skemmtilegar.“

Tanja segir sín allra bestu fatakaup sem hún hafi gert vera second-hand blazer jakki sem hún hefur notað mikið, ásamt sebramynstruðum stígvélum.

Manstu eftir einhverju tískuslysi hjá þér?

„Já algjörlega en það gerir líka tískuna skemmtilega. Það sem er slys fyrir einum getur verið innblástur fyrir annan. Það er ekkert eitt skipti sem ég man eftir í fljótu bragði en það hefur alveg gerst. Tímabilið frá 2010-2014 er mjög eftirminnilegt, hver man ekki eftir því að henda sér í góðan croptop, fyllta hæla og fullkomna lúkkið með stóru hálsmenni, algjört gullaldar look.“

Hér eru Tanja Rós og Guðmundur í sínu fínasta.
Hér eru Tanja Rós og Guðmundur í sínu fínasta. Ljósmynd/Aðsend

Hvað finnst þér skemmtilegast við tísku?

„Það sem heillar mig mest við tísku er hvað hún leyfir manni að tjá sig án orða. Fötin tala fyrir sig, og við getum sótt innblásturinn alls staðar í kringum okkur. Svo „you do you“ og þú verður innblástur fyrir aðra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda