Nú eru afslættir víða og margir sem vilja gera góð kaup fyrir jólin. Þeir skynsömu klára jafnvel jólagjafirnar eða gera vel við sig í jólaskrauti, snyrtivörum eða öðru sem vantar fyrir heimilið.
Í kvöld er miðnæturopnun Kringlunnar og hér höfum við tekið saman nokkra hluti sem væri sniðugt að fjárfesta í.
Dökkbrún ullarkápa frá By Malene Birger. Nú á 20% afslætti í Kultur og kostar núna 143.996 kr. Þessi slær í gegn í jólapakka frúarinnar.
Steypujárnspanna frá Le Creuset. Fæst í Byggt & búið og kostar nú á 20% afslætti, 29.596 kr.
Jólaútgáfa af naglalakki frá Essie, fæst í Hagkaup og kostar nú 2.015 með afslætti.
Jólakönnur frá Holmegaard, fást í Kúnígúnd og kosta 4.796 með afslætti.
Jólanáttföt á litlu krílin frá Polarn'O Pyret. Kosta 6.743 kr. með afslætti.
Stakur velúrjakki í öll jólaboðin frá Boss, fæst í Boss-búðinni og kostar 63.984 með afslætti.
Meraki handsápa og handáburður, fæst í Lyf og heilsu og kosta 3.358 kr. með afslætti.
Bioeffect gjafasett sem inniheldur EGF-serum og augnserum. Kostar 16.958 með afslætti og fæst í Lyf og heilsu.
Kuldaskór frá Bisgaard, fást í Steinari Waage og kosta 13.596 kr.
Stiga-sleði er eitthvað sem flest börn vilja eiga. Hann kostar nú 14.514 kr. með afslætti og fæst í Hagkaup.
Ugg Tazz II inniskór, fást í GS Skóm og kosta 22.396 kr. með afslætti.
Royal Copenhagen-sósukanna. Fæst í Kúnígúnd og kostar 19.996 kr. með afslætti.