De Villiers eygir sigur í Dakar-rallinu

Giniel De Villiers á VW bíl sínum.
Giniel De Villiers á VW bíl sínum. Reuters

Suður-afríski ökuþórinn Giniel De Villiers eygir nú sigur í Dakar-rallinu, sem lýkur í Argentínu á morgun. Hann er með 2 mínútna og 20 sekúndna forskot á liðsfélaga sinn hjá Volkswagen, Bandaríkjamanninn Mark Miller, fyrir lokaáfangann á morgun.

Villiers náði forustunni á fimmtudag þegar liðsfélagi hans, Spánverjinn Carlos Sainz, lenti ofan í gili og féll úr leik. Sainz var þá með einnar og hálfrar klukkustundar forskot á De Villiers, sem var annar.

Spánverjinn Marc Coma hefur einnar og hálfrar klukkustundar forskot á næsta keppnanda í mótorhjólaflokki.

mbl.is

Bloggað um fréttina