Skagamenn yfir í Frostaskjóli

Tveir leikir í 2. umferð Símadeildarinnar í knattspyrnu fara fram í kvöld. Skagamenn eru 0:1 yfir í hálfleik á móti KR-ingum í Frostaskjóli. Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrir ÍA á 42. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig. Í Vestmannaeyjum er enn markalaust þar sem heimamenn eru að kljást við FH-inga. Skagamenn hafa verið mun sterkari gegn KR-ingum í kvöld. Þeir hafa sótt stíft að marki heimamanna og verið hættulegir upp við mark KR-inga. Hjörtur Hjartarsson átti skot í markslá KR-inga um miðbik fyrri hálfleiks. Í eyjum fékk Hlynur Stefánsson, ÍBV, hættulegasta færi fyrri hálfleiks á 29. mínútu þegar hann komst einn inn fyrir vörn FH-inga.
mbl.is