Eyjafrétta. ">

Heimir Hallgrímsson ráðinn aðstoðarþjálfari hjá ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV hefur ráðið Heimi Hallgrímsson sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Heimir lék í mörg ár með ÍBV, og var þjálfari meistaraflokks kvenna þar til í haust. Hann verður Njáli Eiðssyni innan handar en hann heldur áfram með liðið. Auk þess mun Heimir þjálfa 2. flokk karla. Frá þessu er greint á vef Eyjafrétta.

mbl.is