Þrjú mörk komin í tveimur leikjum í kvöld

Þrjú mörk eru komin í tveimur leikjum af þremur í Símadeildinni í kvöld. Grindavík er 2:0 yfir gegn ÍA á Skaganum og Keflavík er komið yfir, 1:0, gegn Fylki í Keflavík.

FH - KR 0:0

Lið FH: Daði Lárusson, Magnús Einarsson, Hilmar Björnsson, Róbert Magnússon, Freyr Bjarnason, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Jónas Grani Garðarsson, Baldur Bett, Jóhann Möller, Valdas Trakys, Jón Þ. Stefánsson.
Lið KR: Kristján Finnbogason, Þormóður Egilsson, Gunnar Einarsson, Jökull I. Elísabetarson, Sigþór Júlíusson, Jón Skaftason, Þorsteinn Jónsson, Arnar Jón Sigurgeirsson, Sigurvin Ólafsson, Veigar Páll Gunnarsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson.

Keflavík - Fylkir 1:0

1:0 Guðmundur Steinarsson lék upp völlinn og gaf hann á Jóhann Benediktsson vinstra megin sem lék með boltann nokkra metra og lét svo vaða af 30 metra færi í hornið fjær, óverjandi fyrir Kjartan Sturluson. Stórglæsilegt mark!

Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Jóhann Benediktsson, Haraldur Guðmundsson, Hólmar Rúnarsson, Kristján Jóhannsson, Zoran Daníel Ljubicic, Þórarinn Kristjánsson, Magnús Þorsteinsson, Adolf Sveinsson, Guðmundur Steinarsson, Georg Birgisson.
Lið Fylkis: Kjartan Sturluson, Valur Fannar Gíslason, Ómar Valdimarsson, Sverrir Sverrisson, Finnur Kolbeinsson, Gunnar Þór Pétursson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Björn Viðar Ásbjörnsson, Sævar Þór Gíslason, Björgvin Vilhjálmsson, Hrafnkell Helgason.

ÍA - Grindavík 0:2

0:1 Grétar Hjartarson skoraði eftir 13 sekúndur. Grindvíkingar byrjuðu með boltann og Sinisa Kekic sendi boltann fram á Grétar sem komst einn inn fyrir og vippaði yfir Ólaf markvörð ÍA.
0:2 Grétar Hjartarson skoraði aftur á 10. mínútu eftir fyrirgjöf Rays Jónssonar.

Lið ÍA: Ólafur Þór Gunnarsson, Gunnlaugur Jónsson,Reynir Leósson, Sturlaugur Haraldsson, Grétar Rafn Steinsson, Guðjón Sveinsson, Baldur Aðalsteinsson,Ellert Jón Björnsson, Hjörtur Hjartarson, Jóhannes Gíslason og Sturla Guðlaugsson.
Lið Grindavíkur: Atli Knútsson, Ray Jónsson, Vignir Helgason, Gestur Gylfason, Óli Stefán Flóventsson, Paul McShane, Sinisa Kekic, Scott Ramsey, Grétar Hjartarson, Ólafur Örn Bjarnason, Guðmundur A. Bjarnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert