Mikið skorað í Grindavík

Það er mikið skorað í Grindavík í viðureign heimamanna gegn ÍA í Landsbankadeildinni í knattspyrnu, en staðan er 3:2, heimamönnum í vil þegar um stundarfjórðungur er eftir. Ólafur Örn Bjarnason (9.), Ray Jónsson (29.), og Guðmundur Bjarnason (65.) hafa skorað mörk Grindvíkinga en Stefán Þórðarson (41.) og Grétar Rafn Steinsson (70.) hafa skorað fyrir ÍA.
mbl.is