Blikar unnu í Eyjum og eru með sex stig

Viðar Örn Kjartansson framherji ÍBV sækir að Kára Ársælssyni og ...
Viðar Örn Kjartansson framherji ÍBV sækir að Kára Ársælssyni og Ingvari Þór Kale markverði Blika í leiknum í kvöld. mbl.is/Sigfús Gunnar

Breiðablik lagði ÍBV að velli, 1:0, í fyrsta leiknum í 2. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, sem fram fór á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.

Breiðablik er þá komið með sex stig eftir tvo fyrstu leikina en ÍBV hefur tapað báðum sínum leikjum og á eftir að skora mark. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Blika á 52. mínútu. Eyjamaðurinn Andrew Mwesigwa fékk rauða spjaldið í uppbótartíma.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Arnór Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Andrew Mwesigwa, Matt Garner, Tonny Mawejje, Pétur Runólfsson, Andri Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Ajay Leight-Smith, Viðar Örn Kjartansson.
Varamenn: Chris Clements, Yngvi Borgþórsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Augustine Nsumba, Ingi Rafn Ingibergsson, Elías Árnason, Elías Ingi Stefnisson.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Árni K. Gunnarsson, Guðmann Þórisson, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson, Alfreð Finnbogason, Finnur Orri Margeirsson, Arnar Grétarsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Kristinn Steindórsson.
Varamenn: Hrafn Ingason, Haukur Baldvinsson, Elfar Freyr Helgason, Arnar Sigurðsson, Guðmundur Kristjánsson, Guðjón Gunnarsson, Sigmar Ingi Sigurðarson.

ÍBV 0:1 Breiðablik opna loka
95. mín. Leik lokið Viðbótarmínúturnar urðu fimm talsins en Blikar fagna vel og innilega í leikslok. Fyrsta tap ÍBV á Hásteinsvelli síðan í ágúst 2007. Eyjaliðið hefur nú ekki skorað í fyrstu tveimur leikjunum.
mbl.is

Bloggað um fréttina