FH kjöldró Valsmenn

Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir FH í leiknum og …
Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir FH í leiknum og á hér í höggi við Einar Marteinsson úr Val. mbl.is/Eggert

Íslandsmeistarar FH fóru létt með Valsmenn að Hlíðarenda í kvöld í Pepsideild karla í knattspyrnu. Lokatölur voru 5:0 eftir að FH náði þriggja marka forskoti á fyrstu 23 mínútunum. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Tryggvi Guðmundsson gerði tvö mörk fyrir FH og þeir Atli Viðar Björnsson, Davíð Þór Viðarsson og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eitt mark hver.

Þetta var tíundi sigurleikur FH í röð og er liðið í efsta sæti deildarinnar með 30 stig eftir ellefu leiki. Valsmenn hafa 16 stig í sjötta sæti og eiga leik til góða.

Þorgrímur Þráinsson stýrði lið Vals í kvöld en Willum Þór Þórsson hætti sem þjálfari liðsins í gær.

Ítarlega verður fjallað um leikinn sem og aðra leiki kvöldsins í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Byrjunarlið Vals: Haraldur Björnsson - Reynir Leósson, Guðmundur Viðar Mete, Atli Sveinn Þórarinsson, Steinþór Gíslason, Ólafur Páll Snorrason, Sigurbjörn Hreiðarsson, Einar Marteinsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Marel Baldvinsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Varamenn: Kjartan Sturluson, Pétur Georg Markan, Baldur Bett, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Viktor Unnar Illugason, Ian Jeffs.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson - Guðmundur Sævarsson, Pétur Viðarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason - Davíð Þór Viðarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Tryggvi Guðmundsson - Matthías Vilhjálmsson, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.
Varamenn: Alexander Söderlund, Gunnar Sigurðsson, Matthías Guðmundsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Sverrir Garðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Viktor Örn Guðmundsson.

Valur 0:5 FH opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með sanngjörnum stórsigri meistaranna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert