Loga sagt upp hjá KR

Logi Ólafsson
Logi Ólafsson mbl.is/Jakob Fannar

Stjórn knattspyrnudeildar KR hefur sagt Loga Ólafssyni upp störfum sem þjálfara karlaliðs félagsins. Rúnar Kristinsson mun taka við þjálfun liðsins og Pétur Pétursson verður honum til aðstoðar.

KR er í níunda sæti Pepsi-deildarinnar með 13 stig eftir 11 leiki.  Logi tók við KR liðinu um mitt tímabil 2007 eftir að Teiti Þórðarsyni var sagt upp störfum. KR endaði í öðru sæti á síðasta tímabili, þremur stigum á eftir Íslandsmeistaraliði FH. Rúnar er 17. þjálfarinn sem kemur við sögu hjá karlaliðinu á undanförnum tveimur áratugum.

Fréttatilkynning frá KR:

Knattspyrnudeild KR og Logi Ólafsson hafa í sameiningu komist að þeirri niðurstöðu í ljósi gengis liðsins að Logi Ólafsson hætti þjálfun hjá KR.

KR þakkar Loga Ólafssyni fyrir störf hans fyrir félagið undanfarin fjögur keppnistímabil.  Undir hans stjórn varð KR bikarmeistari árið 2008 og náði einum besta árangri í sögu félagsins í Evrópukeppninni 2009.

Við starfi hans tekur tekur Rúnar Kristinsson yfirmaður knattspyrnumála og honum til aðstoðar er Pétur Pétursson.

Stjórn Knattspyrnudeildar KR.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina