Meistararnir nákvæmastir

Jökull I. Elísabetarson og Alfreð Finnbogason fagna marki.
Jökull I. Elísabetarson og Alfreð Finnbogason fagna marki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það kemur kannski ekki sérstaklega á óvart að það lið sem hlutfallslega oftast hitti á mark andstæðinganna stóð uppi sem Íslandsmeistari karla í fótbolta árið 2010.

Morgunblaðið og mbl.is hafa í sumar verið með nákvæma tölfræði um markskotin í leikjum úrvalsdeildar karla. Þar kemur fram hve oft liðin skjóta að marki andstæðinga í leikjunum og hve mörg markskotanna hitta á markið. Þá er átt við að úr þeim sé skorað, markvörðurinn eða varnarmenn verji, eða boltinn smelli í stöng eða slá.

KR-ingar skutu oftast allra á mark mótherjanna á nýliðnu tímabili, eins og sjá má í töflunni hér til hliðar. Þeir áttu sjö skotum meira að marki en FH-ingar og skutu 35 sinnum oftar en Íslandsmeistarar Breiðabliks.

En Blikarnir voru nákvæmari í sínum marktilraunum. Þeir hittu á markið í 167 skipti af 267 og voru því með besta hlutfallið í deildinni. Hittu á mark úr 62,5 prósentum sinna skota og voru eina liðið sem var með yfir 60 prósent.

Sjá nánar ítarlega úttekt á markskotum allra liðanna í deildinni í fjögurra síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »